Kristinn Hrafnsson er ósammála Víði Reynissyni um eldgosið við Sundhnúkagíga. Segir ritstjórinn að sannarlega sé um „túristagos“ að ræða.
Víði Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnarsviðs hjá ríkislögreglustjóra, sagði í gærkvöldi að hið nýja eldgos á Reykjanesskaga, sé ekki „túristagos“. Þessu er Kristinn Hrafnsson ristjóri ósammála.
Skrifaði hann Facebook-færslu í morgun um gosið þar sem hann kallar Víði „Hlýðni-Víðir en hann segist „algjörlega ósammála“ honum. „Það er gríðarlegur áhugi á eldgosum og þær fréttir sem þegar hafa birst í erlendum fjölmiðlum og þær sem við bætast, munu verða ígildi milljarða króna landkynningarherferðar. Það að geta séð til gossins á vegaspottanum frá alþjóðflugvellinum og til Reykjavíkur gerir þetta miklu vænna gos fyrir túrista en fyrri gos sem kölluðu á brölt um nokkra vegalengdir.“
Hlekkjar Kristinn svo frétt um gosið af vef Guardian og skrifar: „Að neðan: Gosið er aðalfrétt á Evrópuvef Guardian.“