Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

Segir eldislax í ám vera áralangt umhverfisslys: „Veikir stofninn verulega“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Örn Petersen segir eldislax í ám vera umhverfisslys.

Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, fram var gestur Kastljóss í gær og ræddi þar um eldislax í ám Íslands. Grunur leikur á það sé eldislax sé kominn í ár á Vestfjörðum og Norð-Vesturlandi í miklum mæli. Gunnar segir að þetta mál sé áralangt umhverfisslys.

„Þá á ég við þær sleppingar sem hafa átt sér stað á undanförnum árum. Það er í rauninni bara að raungerast í dag að eldislax er að hellast upp í laxveiðiár og að hellast upp í laxveiðiár talsvert langt frá kvíum,“ sagði Gunnar í Kastljósi.

 „Laxastofnum sem eru búnir að eiga sér mörg þúsund ára þróunarsögu og laga sig að aðstæðum. Svo kemur eldislaxinn og tekur þátt í hrygningu og þannig erfðablandast villti stofninn. Til lengri tíma litið hefur það veruleg áhrif á færni hans til viðgangs og veikir stofninn verulega.“

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, var einnig gestur í Kastljósi til að ræða málið en hún hafði lítið til málanna að leggja nema að gera lítið úr málflutningi Gunnars.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -