Magnús Harðarson telur að erlendir fjárfestar leiti annað vegna ógagnsæi.
Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, vill meina að ógagnsæi á Íslandi valdi því að erfiðara sé að fá erlenda fjárfesta til landsins.
„[Þeir] kvarta undan því að viðskiptahættir á gjaldeyrismarkaðnum séu ekki alveg af sömu gæðum og á skuldabréfa- og hlutabréfamarkaðnum. Þeir kvarta undan því að það sé t.d. upplýsingaleki frekar á gjaldeyrismarkaðnum en á þessum meira regúleruðu mörkuðum,“ sagði Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, í samtali við mbl.is
„Erlendir fjárfestar sem við tölum við kvarta helst undan tvennu. Það er annars vegar gagnsæi, þeir vilja meiri upplýsingar af gjaldeyrismarkaðnum, um umfang viðskipta og greiðari aðgang að miðlægum gjaldeyrismarkaði, það er mjög mikið sem er bara innan bankanna í dag, fjórir fimmtu hlutar eða svo.“
Hægt er að lesa meira um málið á mbl.is