Sunnudagur 5. janúar, 2025
-11.2 C
Reykjavik

Segir erfitt að létta lund Assange – Markmiðið „leynt og ljóst að drepa Julian“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristinn Hrafnsson segir erfitt að stappa stálinu í Julian Assange sem setið hefur í fjögur og hálft ár í harðgirtu fangelsi í Bretlandi, fyrir það eitt að birta fréttir af stríðsglæpum Bandaríkjahers.

Mannlíf ræddi við Kristinn Hrafnsson, ritstjóra Wikileaks, um ástandið á Julian Assange, samstarfsfélaga og vin Kristins en hann hefur mátt dúsa í fangelsi í Bretlandi við slæma andlega heilsu í á fimmta ár.

Kristinn byrjaði á að útskýra stöðuna sem Julian er í.

„Julian hefur nú verið í nærri fjögur og hálft ár í mesta öryggisfangelsi Bretlands og beðið örlaga sinna. Að vera innilokaður með þessa óvissu yfir höfði sér er gríðarlegt álag eins og fólk getur ímyndað sér. Ef hann er framseldur á hann yfir höfði sér alla hina röklausu hefndarreiði stórveldisins með ákæruliði sem ekki er hægt að verjast með vísan til almannahagsmuna þar sem ákveðið var að ákæra hann fyrir njósnir. Yfirvöld í Bandaríkjunum fullyrða að hann eigi enga vernd vísa á grundvelli fyrsta viðauka stjórnarskárinnar þar sem hann er útlendingur. Hann verður dreginn fyrir dóm í Virginíu steinsnar frá höfðustöðvum CIA og annara stjórnarstofnana. Rétturinn er kallaður njósnadómstóllinn þvi þangað fer dómsmálaráðuneytið með öll ákærumál á grundvelliu brota á njósnalöggjöfinni. Þeir vita að kviðdómur makkar rétt enda hafa dómar fallið gegn sakborningum í öllum tilfellum. Sakfellingarstuðullinn er 100%.“

Aðspurður um líðan Assange í fangelsinu segir Kristinn það ekki auðvelt að létta lund hans.

„Það er ekki hlaupið að því að létta lund Julians þegar ég heimsæki hann í fangelsið. Það bætir ekki að fara sjálfur í gegnum niðurlægjandi ferli við það eitt að komast í heimsóknarsalinn. Eftir að fara í gegnum gegnumlýsingu, ítarlega líkamsleit af tveimur, þrjár tvöfalldar klefahurðir, fingrafaraskann á tveimur stöðum og hundasniff hefur dofnað yfir fasinu sem maður ætlaði fanganum til upplyftingar. Reynir samt. Það er þungt að horfa upp á mann dofna upp í þessum kringumstæðum. Reyna að stappa í hann stálinu. Tala um stuðninginn sem hann hefur utan múrsins en vitandi líka að hann er fullmeðvitaður um alla þá sem grjóthalda kjafti og segja ekki orð til að mótmæla þessari svívirðu,“ segir Kristinn og bætir við: „Þessi pólitíska hefndaraðgerð hefur leynt og ljóst það markmið að drepa Julian – helst að brjóta hann svo niður að hann taki eigið líf.“

- Auglýsing -

Kristinn heldur áfram: „Hvað getur maður gert? Í þessum heimsóknum tek ég utan um Julian þegar ég kem og aftur þegar ég fer – fast. Annars erum við í skikki til að sitja andspænis hvor öðrum. Þegar ég fer í röðina til að vera hleypt út situr hann eftir. Ég lyfti kreftum hnefa í kveðjuskyni. Með hverjum skelli stálhurðanna á útleiðinni blossar reiðin upp að nýju. Fyrir utan dreg ég djúpt andann, horfi upp í himininn sem Julian hefur bara séð í litlum skömmtum í meira en áratug. Öskra á helvítis múrinn. Hugsa um hræsnarana sem tala sig hása um illmesku þess að fanglesa blaðamenn í Rússlandi og í Kína en neita að tjá sig um þá svívirðu að verðlaunaður blaðamaður situr í dýflisu í London sem pólitískur fangi.“

Lokaorð Kristins eru sterk.

„Fólk á að hugsa um Julian Assange í hvert skipti sem velgjuleg innantóm orðræða heyrist um þessi háleitu vestrænu gildi sem eiga að gera okkur svo miklu, miklu betri.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -