Bragi Páll Sigurðarson segir að gríma Vesturlanda sé fallin gagnvart Palestínumönnum.
Rithöfundurinn Bragi Páll Sigurðarson hefur verið afar ötull við að birta myndbönd og fréttir frá Gaza á gamla Twitter en flest er ekki ætluð börnum, þó börn séu í aðalhlutverki, eðli málsins samkvæmt því nú hafa Ísraelar drepið hátt í 7.000 börn frá 7. október. Bragi Páll birti myndskeið við færsluna sem sýnir sleikjandahátt Vesturlanda við Ísrael en rétt er að var við myndskeiðinu. Segir rithöfundurinn að nú sé gríman fallin, að fjárhagslegir hagsmunir vegi þyngra en líf barna á Gaza.
Færsla Braga Páls:
„Vesturlönd standa afhjúpuð. Frelsi var aldrei nema galtómt orð. Við tilbiðjum peninga. Það eina sem stjórnar gjörðum okkar. Ástæða þess að Ísland mun ekki rjúfa stjórnmálasamband við Ísrael – fjárhagslegir hagsmunir. Þeir vega þyngra en líf palestínskra barna. Gríman er fallin.“
Vesturlönd standa afhjúpuð. Frelsi var aldrei nema galtómt orð. Við tilbiðjum peninga. Það eina sem stjórnar gjörðum okkar. Ástæða þess að Ísland mun ekki rjúfa stjórnmálasamband við Ísrael – fjárhagslegir hagsmunir. Þeir vega þyngra en líf palestínskra barna. Gríman er fallin.
— Bragi Páll (@BragiPall) December 4, 2023