Grindvíski samfélagsrýnirinn Björn Birgisson skýtur nokkuð föstum skotum á flokksmenn Sósíalistaflokks Íslands í nýrri færslu á Facebook. Þar segir hann að nokkrir talsmenn Putins finnist hér á landi, sem „vísa ákaft til gæða Putins og rétthugsunar Rússa og síðan yfirgangs Vesturveldanna í Úkraínu,“ eins og hann orðar það. Segir hann að nú megi búast við yfirlýsingu frá þeim þar sem sú hugmynd flestra að Putin hafi látið myrða Yevkeny Prigozhin, verði fordæmd. „Næsta víst er að þeir fullyrði að Nato hafi verið þar að verki“
„Talsmenn Putins.