Sigurdagurinn er haldinn hátíðlegur í Austur-Evrópu í dag en þá er þess minnst er bandamenn sigruðu Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni. Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks minnist þáttar Rússa í stríðinu á Facebook.
Kristinn segir að það gleymist stundum hversu stór fórn Sovíetmanna var í stríðinu og kennir hann Hollywood um. Bendir hann á að vissulega hafi Bandaríkjamenn misst marga hermenn í stríðinu, eða 400 þúsund manns en að 8,6 milljónir sóvíeskra hermanna hafi fallið í stríðinu. Þá segir Kristinn að „þessi skelfing er enn inngróin í þjóðarsál Rússa“ enn þann daginn í dag. Að lokum bendir hann á kvikmyndina I Smotri eða Komdu og sjáðu eftir leikstjórann Elem Klimov, frá árinu 1985. Kvikmyndin sé innsýn í sýn Sovíetmanna á stríðinu mikla.
„Rússar minnast í dag mannfórnanna í Seinni heimstyrjöldinni. Það vill stundum gleymast hversu stór sú fórn var enda hefur Hollywood sagnfræðin fest í sessi þá ímynd að við bandarískir hermenn sem fórnuðu sér á vígvellinum hafi tryggt sigur gegn Nasistum. Mannfall í herjum Bandaríkjanna var sannarlega mikið eða 400 þúsund manns. Það féllu hins vegar 8,6 milljónir sovéskra hermanna í þessum hroðalega hildarleik.
Það er hægt að sjá hana með enskum texta á YouTube.“