Laugardagur 11. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Segir fórn Sovíetmanna stundum gleymast: „Þessi skelfing er enn inngróin í þjóðarsál Rússa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurdagurinn er haldinn hátíðlegur í Austur-Evrópu í dag en þá er þess minnst er bandamenn sigruðu Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni. Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks minnist þáttar Rússa í stríðinu á Facebook.

Kristinn segir að það gleymist stundum hversu stór fórn Sovíetmanna var í stríðinu og kennir hann Hollywood um. Bendir hann á að vissulega hafi Bandaríkjamenn misst marga hermenn í stríðinu, eða 400 þúsund manns en að 8,6 milljónir sóvíeskra hermanna hafi fallið í stríðinu. Þá segir Kristinn að „þessi skelfing er enn inngróin í þjóðarsál Rússa“ enn þann daginn í dag. Að lokum bendir hann á kvikmyndina I Smotri eða Komdu og sjáðu eftir leikstjórann Elem Klimov, frá árinu 1985. Kvikmyndin sé innsýn í sýn Sovíetmanna á stríðinu mikla.

„Rússar minnast í dag mannfórnanna í Seinni heimstyrjöldinni. Það vill stundum gleymast hversu stór sú fórn var enda hefur Hollywood sagnfræðin fest í sessi þá ímynd að við bandarískir hermenn sem fórnuðu sér á vígvellinum hafi tryggt sigur gegn Nasistum. Mannfall í herjum Bandaríkjanna var sannarlega mikið eða 400 þúsund manns. Það féllu hins vegar 8,6 milljónir sovéskra hermanna í þessum hroðalega hildarleik.

Í því undarlega andrúmi sem ríkir í dag verður mér væntanlega legið á hálsi að rifja upp þessa sögulegu staðreynd en þó vert til ábendingar um að þessi skelfing er enn inngróin í þjóðarsál Rússa og hefur svo sem verið vel viðhaldið á eftirstríðsárunum og fram til okkar dags.
Ef einhver kærir sig um að fá innsýn í þessa sýn austanmegin frá mæli ég með myndinni Idi i Smotri (Komdu og sjáðu) eftir leikstjórann Elem Klimov en myndin er frá 1985. Þetta er einn allra áhrifamesta kvikmynd um Seinni heimstyrjöldina sem gerð hefur verið. Hún er ekki auðveld áhorfs.

Það er hægt að sjá hana með enskum texta á YouTube.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -