Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Segir hælisleitendur blóraböggla „stjórnmálaelítunnar“:„Kannski erum við komin inn í öld hatursins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Gunnar Smári Egilsson segir „stjórnmálaelítuna“ hafa „fundið sér blóraböggla til að fela eigin vanrækslu og fyrirhyggjuleysi, réttlætingu fyrir niðurdrep allra innviða.“

Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson skrifaði Facebook-færslu í gær þar sem hann bendir á tölulegar staðreyndi í hælisleitendamálum á Íslandi og gagnrýnir í kjölfarið málflutning stjórnmálamanna. „Frá september 2022 til janúar 2023 sóttu 2.422 um hæli á Íslandi. Frá september 2023 til janúar 2024 sóttu 1.368 um hæli. Þetta er fækkun um 1.054 eða um 44%. Samt þurfum við dag eftir dag að hlusta á stjórnmálafólk belgja sig út um stjórnleysi á landamærum, að ekkert verði við neitt ráðið og að grípa þurfi til aðgerða strax. Og helst þurfi að þrengja að þeim sem hingað koma á eigin vegum upp á von og óvön.“

Gunnar Smári bendir einnig á að í raun hefur orðið fækkun á komu fólks utan Úkraínu og Venesúela upp á 39 prósent. „Og helst þurfi að þrengja að þeim sem hingað koma á eigin vegum upp á von og óvön. Á fimm mánaða tímabili frá september 2022 til janúar 2023 komu 573 frá öðrum löndum en Úkraínu eða Venesúela. Á fimm mánaða tímabili frá september 2023 til janúar 2024 komu 347 frá öðrum löndum en Úkraínu eða Venesúela. Þetta er fækkun um 226 eða um 39%. Fyrir utan tilboð stjórnvalda til íbúa Úkraínu og Venesúela varð hér engin aukning hælisleitenda sem ekki mátti skýra með smá kúf sem fylgdi eftir cóvid. Allt tal stjórnmálafólksins um að sérreglur á Íslandi dragi fólk hingað í meira mæli en til annarra landa er þvæla. Fyrir utan að fjöldi hælisleitenda sem hingað koma á eigin vegum skýra á engan hátt aukinn kostnað við hælisleitendakerfið og enn síður veika stöðu innviða og grunnkerfa samfélagsins.“

Sósíalistaforinginn segir að „stjórnmálaelítan“ hafi þarna fundið sér blóraböggla. „Stjórnmálaelítan hefur fundið sér blóraböggla til að fela eigin vanrækslu og
fyrirhyggjuleysi, réttlætingu fyrir niðurdrep allra innviða. Og hún valdi bjargarlaust fólk, fólk sem ekkert á nema fötin sem það stendur í. Þetta er skammarlegasta framganga yfirvalda á minni ævi. Ég hef ekki orðið vitni að öðru eins um mína daga.“

Illugi Jökulsson rithöfundur og fjölmiðlamaður, deildi færslu Gunnars Smára á Facebook og skrifaði eftirfarandi við færsluna: „Lesið. Þetta er því miður rétt. Eltist ekki við óhæfuna Samfylkingarmenn.“

Þessu svarar Gunnar Smári:

„Of seint. Samfylkingin er komin á vagninn. Skoðaðu bara Facebook. Maður sá afleiðingar þess þegar Bjarni Ben skvetti olíu á eldinn. En bálið gaus svo enn frekar upp þegar Kristrún hellti úr sínum fötum. Ég hef aldrei séð aðra eins sveiflu í ummælum eins og síðustu daga. Það er eins og samfélagi logi stafnana á milli af rasisma og Islamófóbíu. Kannski er þetta varanleg eyðilegging, kannski erum við komin inn í öld hatursins.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -