Íslensk kona vandar spænsku lögreglunni ekki kveðjurnar.
Sandra Björk Gunnarsdóttir er mjög ósátt við vinnubrögð spænsku lögreglunnar en eiginmaður hennar var handtekinn fyrir heimilisofbeldi. Sandra sagði í samtali við DV að íslenskur vinur þeirra hjóna hafi ráðist á hana en lögreglan á Spáni neiti að hlusta á hana. Már Valþórsson, eiginmaður Söndru, hefur nú verið settur í nálgunarbann gagnvart Söndru.
„Þeir hafa ekki hlustað á mig í eina einustu sekúndu,“ sagði Sandra við DV um lögregluna.
Þá hafi íslenska ríkið ekkert hjálp þeim í sinni baráttu. „Íslenska utanríkisráðuneytið vill ekkert fyrir mig gera. Ég talaði við þá í gær og það var bara sorrí við getum ekkert gert.“ Sandra segir að árásarmaður hennar hafi flúið til Íslands og að hún muni leggja fram kæru hérlendis.