Séra Skírnir Garðarsson segir hræsni Agnesar M. Sigurðardóttir, fráfarandi biskups vera „alveg óþolandi.“
Séra Skírnir Garðarsson var duglegur að skrifa pistla sem birtust hjá Mannlífi á þessu ári en þar var hann gjarnan að gagnrýna Agnesi biskup harðlega. Og hann heldur því áfram í samtali við Mannlíf sem heyrði í honum hljóðið, svona í lok árs. „Það er aumkunarvert að hlusta á Agnesi f.v. biskup tala um að hugur hennar sé hjá stríðshrjáðu fólki,“ sagði Skírnir aðspurður hvað honum fannst um síðustu jólapredikun biskupsins.
„Það er aumkunarvert að hlusta á Agnesi fyrrverandi biskup tala um að hugur hennar sé hjá stríðshrjáðu fólki. Hún situr nú í leyfisleysi í stórum embættisbústað í Þingholtum, eftir að umboð hennar til helgrar þjónustu rann út í fyrra og hefur hvorki opnað hús eða hjarta fyrir flóttafólki eða fátæklingum, þó oft hafi hún haft tækifæri til. Hún er á ofurkaupi og lifir í vellystingum.“
Þá segir Skírnir að þau sem gagnrýni „það sem augljóslega er rangt“ sé sagt vera með stæla.
Að lokum vildi Séra Skírnir koma efirfarandi skilaboðum til lesenda Mannlífs: