Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Segir hræsni Biskups óþolandi:„Hefur hvorki opnað hús eða hjarta fyrir flóttafólki eða fátæklingum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Séra Skírnir Garðarsson segir hræsni Agnesar M. Sigurðardóttir, fráfarandi biskups vera „alveg óþolandi.“

Séra Skírnir Garðarsson var duglegur að skrifa pistla sem birtust hjá Mannlífi á þessu ári en þar var hann gjarnan að gagnrýna Agnesi biskup harðlega. Og hann heldur því áfram í samtali við Mannlíf sem heyrði í honum hljóðið, svona í lok árs. „Það er aumkunarvert að hlusta á Agnesi f.v. biskup tala um að hugur hennar sé hjá stríðshrjáðu fólki,“ sagði Skírnir aðspurður hvað honum fannst um síðustu jólapredikun biskupsins.

„Það er aumkunarvert að hlusta á Agnesi fyrrverandi biskup tala um að hugur hennar sé hjá stríðshrjáðu fólki. Hún situr nú í leyfisleysi í stórum embættisbústað í Þingholtum, eftir að umboð hennar til helgrar þjónustu rann út í fyrra og hefur hvorki opnað hús eða hjarta fyrir flóttafólki eða fátæklingum, þó oft hafi hún haft tækifæri til. Hún er á ofurkaupi og lifir í vellystingum.“

Þá segir Skírnir að þau sem gagnrýni „það sem augljóslega er rangt“ sé sagt vera með stæla.

„Hræsni svona fólks er alveg óþolandi og verður ekki annað sé en að svona lagað sé komið til að vera, því hugsunarháttur fólks í valdamiklum embættum er oft mengaður af því lífi sem það lifir.
Við sem gagnrýnum það sem augljóslega er rangt höfum yfirleitt verið talin vera með stæla, en þetta rugl í þjóðkirkjunni er bara aumkunarvert.“

Að lokum vildi Séra Skírnir koma efirfarandi skilaboðum til lesenda Mannlífs:

„Sr. Skírnir Garðarsson óskar lesendum Mannlífs árs og friðar og megi friður og kærleikur ríkja meðal vor.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -