Laugardagur 23. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Segir kosningar Sjálfstæðisflokksins engu breyta: „Hún mun samt liggja þar yfir eins og mara“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks þykir penni góður og beittur samfélagsrýnir. Í glænýrri Facebook-færslu líkir hann saman kosningum í Ísrael og kosningum hjá Sjálfstæðisflokknum um helgina. Segir hann að í báðum kosningunum mun niðurstaðan engu breyta. Illskan verði áfram allt umlykjandi.

„Í Ísrael féll stitjandi ríkisstórn í þingkosningum í vikunni en hún hefur fylgt harðri aðskilnaðarstefnu og stundað grimmúðleg mannréttindabrot á Palestínumönnum. Við tekur ríkisstjórn sem mun fylgja harðri aðskilnaðarstefnu og stunda grimmúðleg mannréttindabrot á Palestínumönnum.

Á Íslandi verður um helgina kosið á milli tveggja frambjóðenda til forystu í íslenska íhaldsflokknum. Útkoman fyrir langflesta Íslendinga mun skila álíka miklum breytingum og þingkosningarnar í Ísrael.
Einn merkasti hugsuður Gyðinga á 20. öld var Hannah Arendt sem greindi hvernig óhugnarleg grimmdarverk voru framin gegn hennar þjóð í Evrópu af fasískum öflum þar sem almenningur bar ábyrgð með sinnuleysi og afneitun en stjórnendur skýrðu verk sín sem lögbundið hlutverk og hugmyndafræði.
Þekktasta skilgreining Hönnu Arendt er á lágkúru illskunnar (e. banality of evil) um alla þá sem tóku beinan og óbeinan þátt í skelfilegum grimmdarverkum en töldu sér trú um að þeir væru hið besta fólk sem væri bara að fylgja stefnu og hlýða skipunum.
Zíonistar gera Hönnu ekki hátt undir höfði enda vita þeir að auðvellt er að beita hennar greiningum á þeirra eigin verk.

Það má bóka að það verður ekkert minnst á lágkúru illskunnar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Hún mun samt liggja þar yfir eins og mara. Þegjandi og þrúgandi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -