Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks þykir penni góður og beittur samfélagsrýnir. Í glænýrri Facebook-færslu líkir hann saman kosningum í Ísrael og kosningum hjá Sjálfstæðisflokknum um helgina. Segir hann að í báðum kosningunum mun niðurstaðan engu breyta. Illskan verði áfram allt umlykjandi.
„Í Ísrael féll stitjandi ríkisstórn í þingkosningum í vikunni en hún hefur fylgt harðri aðskilnaðarstefnu og stundað grimmúðleg mannréttindabrot á Palestínumönnum. Við tekur ríkisstjórn sem mun fylgja harðri aðskilnaðarstefnu og stunda grimmúðleg mannréttindabrot á Palestínumönnum.
Það má bóka að það verður ekkert minnst á lágkúru illskunnar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Hún mun samt liggja þar yfir eins og mara. Þegjandi og þrúgandi.“