Föstudagur 25. október, 2024
6.9 C
Reykjavik

Segir Ísland þegar hafa tapað leiknum gegn Ísrael: „Þetta er ekki mitt landslið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristinn Hrafnsson gagnrýnir KSÍ harðlega fyrir að ætla að senda íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu til Ungverjalands að keppa við ísraelska landsliðið eftir viku.

Ísland mætir Ísrael úti í Ungverjalandi þann 21. mars í undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu. Ekki eru allir sáttir við að KSÍ hafi ekki neitað að keppa á móti Ísrael, í ljósi þess að stjórnvöld landsins eru grunuð um yfirstandandi þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gaza og á Vesturbakkanum. Bent hefur verið á hræsni KSÍ en árið 2022 gaf sambandið út þá yfirlýsingu að landslið Íslands myndu ekki keppa landsleiki gegn Rússlandi vegna innrásar landsins inn í Úkraínu.

Ritstjóri Wikileaks, Kristinn Hrafnsson er einn af þeim fjölmörgu ósáttu einstaklingum en hann skrifaði Facebook-færslu í dag þar sem hann lýsir yfir óánægju sinni. Færslan er stutt en hárbeitt: „Með því að fara í þennan landsleik hefur landsliðið fyrirfram upplifað sinn stærsta og skammarlegasta ósigur í sögunni. Þetta er ekki mitt landslið.“

Með færslunni birtir Kristinn upplýsingar um þann fjölda Palestínumanna sem drepnir hafa verið í árásum Ísraelshers á Gaza en talan er komin upp í að minnsta kosti 31.341. Fjöldi myrtra barna er komin upp í að minnsta kosti 12.300.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -