Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, segir valdbeiting lögreglunnar gagnvart mótmælendum í gærmorgun, „ekki í samræmi við meðalhóf“.
Varaþingkonan skrifaði færslu á X-inu (fyrrum Twitter), þar sem hún talar um piparúðanotkun lögreglunnar, sem og líkamlega valdbeitingu sem hún beitti gegn mótmælendum í gær sem gerðu tilraun til þess að koma í veg fyrir að ráðherrar gætu keyrt á ríkisstjórnarfund í Skuggasundi 3, með því meðal annars leggjast á götuna.
Sjá einnig: Mótmælendur í líkamlegu og andlegu áfalli: „Barsmíðarnar alfarið geðþóttaákvarðanir lögreglumanna“
Lenya Rún spyr áleitinnar spurningar í lok færslu sinnar, varðandi rafvopnavæðingu lögreglunnar en færsluna má sjá hér:
„Óþægindin sem ráðherrar urðu fyrir vegna mótmælanna réttlæta ekki þessi viðbrögð gagnvart mótmælendum. Piparúði og líkamleg valdbeiting gagnvart fólki sem neitar að færa sig er ekki í samræmi við meðalhóf. Hvernig eykur þetta traust fólks gagnvart rafvopnavæðingu lögreglunnar?“