Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Segir mælinn hafa fyllst fyrir löngu síðan: „Ísraelsríki er vitfirrt og í stjórnlausu drápsæði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Ísrael hefur stimplað sig út úr samfélagi þjóða. Það á að koma fram við alla fulltrúa landsins með það að leiðarljósi. Útlagaríki (e. rouge states) var hugtak áður eingöngu notað um alræðisríki en með góðum rökum má yfirfæra það yfir á lýðræðisríki. Í lýðræðisríki er aukin samábyrgð allra landsmanna á verkum ríkisvaldsins, nokkuð sem ekki er til staðar í alræðisríki.“ Þetta segir Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks í upphafi Facebook-færslu sem hann birti í dag.

Í færslunni talar Kristinn tæpitungulaust um stríðsglæpi ísraelskra stjórnvalda og bendir á hversu skammlaus og einbeittur brotavilji þeirra sé.

„Óhæfuverk Ísraelskra stjórnvalda með beitingu hervalds eru óumdeild. Glæpir gegn alþóðasáttmálum um mannréttindi og framgang í stríðsrekstri eru orðnir að langri sakaskrá sem bætist við á degi hverjum. Verið er að rannsaka hjá Alþjóðadómstólnum brot gegn sáttmála Sameinuðu þjóðanna um þjóðarmorð. Hver sem les þann samning sér að ærin sönnunargögn liggja fyrir, til að sakfella ríkið.
Sérstaða Ísraela þegar kemur að stríðsglæpum og þjóðarmorði er einbeittur skammlaus brotavilji sem birtist í áfergju í að birta opinberlega sannanir fyrir eigin óhæfuverkum.“

Bendir Kristinn á þá staðreynd að hrottalegir glæpir hersins birtist iðulega á samfélagsmiðlum hermanna sem virðast stoltir af verkum sínum:

„Það er með stolti og jafnvel hlátri sem samfélagsmiðlar hafa verið uppfullir af myndböndum og frásögnum af rústun íbúðarbyggða, sprengingu sjúkrahúsa og skóla, aftökum á óvopnuðu fólki, jafnvel börnum, af leyniskyttum og pyntingar á föngum. Þá liggur fyrir staðfest af óháðum aðilum að blaðamenn hafa verið sigtaðir út og drepnir. Að minnsta kosti 130 blaðamenn og starfsmenn fjömiðla liggja í valnum. Hjálparstarfsmenn sem hafa reynt að aðstoða hungraða og hrjáða almenna borgara hafa verið stráfelldir auk þess sem sprengjuárásir hafa verið gerðar á vöruhús og bílalestir hjálparstarfsmanna. Alls hafa 230 starfsmenn Sameinuðu þjóðanna fallið. Á engu átakasvæði fyrr hafa samtökin þolað slíkt mannfall.“

Segir ritstjórinn að Ísraelsstjórn hafi „sérstaklega beint hatri sínu að“ Sameinuðu þjóðunum og nefnir dæmi:

„Ísraelsstjórn hefur sérstaklega beint hatri sínu að samtökunum. Netanyahu, forsætisráðherra hefur staðið í púlti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York og öskrað að byggingin sé fyrirlitlegt hýbýli myrkra afla og fen gyðingahaturs. Sendiherra landsins hjá Sameinðu þjóðunum stóð í sama púlti og setti stofnsáttmála samtakana í pappírstætara og lýsti því yfir að það ætti að þurrka höfuðstöðvarnar af yfirborði jarðar. Utanríkisráðherra Ísraels réðst vægðarlaust að aðalritara Sameinuðu þjóðanna, bannaði honum að heimsækja landið og lýsti hann „persona non grata“. Nýjasti skotspónninn eru starfsmenn Sameinðu þjóðanna við friðargæslu í Líbanon.“

Að lokum segir Kristinn frá þeim viðbrögðum sem hann vilji að þjóðir heims komi með vegna óhæfuverka Ísraela:

„Það þýðir ekki að tala tæpitungum. Ísraelsríki er vitfirrt og í stjórnlausu drápsæði. Eina rökrétta viðbragðið er að einangra eins og mögulegt er þetta mein. Það eiga engin viðskipti að vera við landið (síst af öllu vopnasala og rétt að minna á að sá sem styður geranda þjóðarmorðs með slíkum hætti er samsekur að alþjóðalögum). Það eiga engin samskipti að vera við slík ríki á neinu sviði (já íþróttir og menning eru þar undir). Það á að setja ferðabann á alla með ísraelskt vegabréf. Það á að slíta stjórnmálasambandi við ríkið. Það á að vísa Ísrael úr Sameinuðu þjóðunum. Grein 6 í sáttmála Sameinuðu þjóðanna segir skýrum orðum að vísa megi ríki úr samtökunum ef þau ganga linnulaust í berhögg við grunngildi samningsins (þessum sem fulltrúi ríkisins setti í pappírstætara). Það hefur aldrei fyrr gerst þó að það hafi staðið nærri í tilfelli Suður-Afríku.
Mælirinn er fullur. Hann fylltist fyrir löngu síðan. Nú þarf að bregðast við með aðgerðum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -