Í færslunni talar Kristinn tæpitungulaust um stríðsglæpi ísraelskra stjórnvalda og bendir á hversu skammlaus og einbeittur brotavilji þeirra sé.
Bendir Kristinn á þá staðreynd að hrottalegir glæpir hersins birtist iðulega á samfélagsmiðlum hermanna sem virðast stoltir af verkum sínum:
„Það er með stolti og jafnvel hlátri sem samfélagsmiðlar hafa verið uppfullir af myndböndum og frásögnum af rústun íbúðarbyggða, sprengingu sjúkrahúsa og skóla, aftökum á óvopnuðu fólki, jafnvel börnum, af leyniskyttum og pyntingar á föngum. Þá liggur fyrir staðfest af óháðum aðilum að blaðamenn hafa verið sigtaðir út og drepnir. Að minnsta kosti 130 blaðamenn og starfsmenn fjömiðla liggja í valnum. Hjálparstarfsmenn sem hafa reynt að aðstoða hungraða og hrjáða almenna borgara hafa verið stráfelldir auk þess sem sprengjuárásir hafa verið gerðar á vöruhús og bílalestir hjálparstarfsmanna. Alls hafa 230 starfsmenn Sameinuðu þjóðanna fallið. Á engu átakasvæði fyrr hafa samtökin þolað slíkt mannfall.“
Segir ritstjórinn að Ísraelsstjórn hafi „sérstaklega beint hatri sínu að“ Sameinuðu þjóðunum og nefnir dæmi:
Að lokum segir Kristinn frá þeim viðbrögðum sem hann vilji að þjóðir heims komi með vegna óhæfuverka Ísraela: