Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir mestar líkur á eldgosi vera umhverfis Krísuvík. Þetta skrifar Haraldur um í nýju eldfjallabloggi sínu en hann segir dreif af grunnum og dýpri skjálftum umhverfis Krísuvík geta verið merki um það að þar sér lárétt kvikuinnskot á ferð.
Þá útskýrir hann að jarðskjálftabylgjur séu tvennskonar – P-bylgjur og S-bylgjur. Þær fyrri berast í gegnum berg og vökva en seinni aðeins í gegnum berg, ekki vökva. Skuggar sjást nú á myndum undir Krísuvík og Sundahnúksgígaröðinni en ekki umhverfis Fagradalsfjall.