Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Segir Morgunblaðið endurbirta „hommafíbískt blogg“ Páls: „Síðasta fíflið er enn ekki fætt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson segir Morgunblaðið hafa endurbirt „hommafíbískt blogg“ Páls Vilhjálmssonar í Staksteinum og dreift á nánast öll heimili landsins.

Í nýjum pistli á Facebook segir Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokks Íslands, að bakslag í mannréttindamálum sé ekki „almennt vandamál í samfélaginu.“ Samkvæmt Gunnari Smára er virðing fyrir réttindum fólks þvert á móti að vaxa. „Við það herpist hins vegar andóf þeirra fáu sem eru andsnúnir því að allir njóti virðingar og viðurkenningar, fólk sem vill vernda mannhatur fyrri tíma. Það væri ekki vandamál nema fyrir það að þessi fáu njóta stuðnings auðugra og valdamikilla afla sem vilja nota hatur þeirra til að sundra fólki, skapa ótta og draga úr öryggi í samfélaginu.“

Þá segir sósíalistaforinginn það ekki vandamál í sjálfu sér að „til sé fólk sem er sýkt af rasisma, hommafóbíu eða múslimahatri. Það er til karlar haldnir kvenfyrirlitningu og líka konur sem ýta undir karlana sem flagga henni. Það er ekki svo að enginn sigur sé unninn fyrr en síðasti fordómafulli bjáninn gefst upp og skiptir um skoðun. Við getum vel byggt upp gott samfélag þótt innan þess séu fífl og fábjánar. Ef svo væri ekki, ættum við strax að gefast upp. Síðasta fíflið er enn ekki fætt.“

Vandamálið segir Gunnar Smári vera annað. „Vandamálið eru þau öfl sem nýta völd sín og fé til að breiða út hatur og hafa smitað það inn í grundvallarstofnanir samfélagsins. Rasistinn sem hringir inn á Útvarp Sögu er ekki samfélagsleg vandamál heldur persónulegt. Það er hins vegar samfélags vandamál og mein að Útlendingastofnun og lög, stefna og framkvæmd stjórnvalda gagnvart erlendu fólki er sterklega lituð rasisma. Í öðrum kerfum er rasisma viðhaldið með því að láta sem hann sé ekki til. Þetta á við um skólakerfið, vinnumarkaðinn og húsnæðiskerfið. Það er brýnt að lagfæra þetta. Miklu brýnna en að elta uppi innhringjandann á Útvarpi Sögu eða kjánann á Facebook.“

Gunnar Smári segir einnig að bakslagið í málefnum hinseign fólks „birtist í sannfæringu fólks, sem haldið er fordæmum og fyrirlitningu, fyrir því að það hafi hljómgrunn í samfélaginu.“ Segir hann að það geti gerst er „upp rís umræða um samfélagsbreytingar sem ekki hafa verið ræddar nóg eða kynntar. Það er í sjálfu sér ekki vandamál. Umræðan sjálf er lausnin. Þegar henni vindur fram munu öldurnar lægja. Óvissan sem er eldsneyti óttans mun klárast.“

Sósíalistinn bendir svo á endurbirtingu Morgunblaðins á bloggfærslu Páls Vilhjálmssonar framhaldsskólakennara. „Það er hins vegar vandamál þegar sterk öfl í samfélaginu nýta afl sitt til að magna upp hatrið. Morgunblaðinu er haldið úti af auðugasta fólki Íslands til að verja sína hagsmuni og stýra samfélagsumræðunni í takt við skoðanir sínar. Sem allar snúast um að auka völd og áhrif hinna fáu ríku en draga úr völdum almennings og áhrifum þeirra sem berjast fyrir almannahag. Eins og þetta sé ekki nóg þá hefur stjórnmálaflokkur hinna ríku, Sjálfstæðisflokkurinn, komið því svo fyrir að ríkisvaldið styrkir Moggann með almannafé. Og í fjárlagafrumvarpinu sést að ráðagerðir eru uppi um að auka enn þennan stuðning almennings við áróðursmálgagn hinna fáu. Í dag sást hvernig hin fáu ríku fara með þetta fé. Morgunblaðið endurbirti hommafóbískt blogg Páls Vilhjálmssonar í Staksteinum og dreifði því ókeypis á svo til hvert heimili á landinu. Tilgangurinn er að útbreiða mannhatur hinna ríku og valdamiklu, sem alla tíð hafa barist gegn réttindum fjöldans, viljað vernda sérréttindi sín með því að sussa á hvern þann sem berst fyrir jöfnuði, auknum réttindum og jafnri virðingu allra. Sérstaka hinna ríku byggir á veikri stöðu allra annarra.“

Í lokaorðum sínum segir Gunnar Smári að fólk sem vilji berjast gegn bakslaginu ætti að „beina spjótum sínum að óvininum.“ En hver er óvinurinn að mati hans? „Hann er ekki fávitinn, sem básúnar vanþekkingu sína, heldur skipulagður undirróður hinna ríku og völdugu sem telja sig geta haldið völdum með því að fóðra heimskuna, grimmdina og hatrið í samfélaginu.“

Færsluna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -