- Auglýsing -
Björn Birgisson segir að Morgunblaðið fái kartöflu í skóinn og líði illa vegna þess.
Samfélagsrýnirinn Björn Birgisson skýtur föstum skotum á Morgunblaðið í nýlegri Facebook-færslu. Hana skrifaði Björn í tilefni „ekkifréttar“ mbl.is um svaraleysi þingmanna þeirra flokka sem nú reyna að mynda ríkisstjórn.
„Mogganum líður illa og fær ekkert í skóinn!
Hann hamast við að reyna að finna bresti og glufur á stjórnarmyndun Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins en eðlilega vilja þingmenn þessara flokka ekkert tala við þann ríkisstyrkta snepil, sem á enga heitari ósk en að núverandi stjórnarmyndun mistakist!
Strundum er vitnað í símtöl við fólk, en Mogginn fær bara kartöflu í skóinn og vitnar réttilega til þess að þingmenn þessara flokka vilji ekkert við blaðið tala.
Alveg dæmigerð ekki frétt!“
Að lokum spyr Björn, sem oftar en ekki hittir naglann þráðbeint á höfuðið, af hverju fólk ætti að vilja tala við Morgunblaðið.
„Því skyldi þetta fólk vilja ræða við Moggann til að láta afbaka og snúa út úr ummælum sínum?
Hlægilegir tilburðir!“