Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Segir Njarðvíkuræðina hafa verið handónýta um árabil: „Þeim er andskotans sama þó þetta fari“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrrum starfsmaður HS Orku segir hina svokölluðu Njarðvíkuræð hafa verið skemmda í áratugi á mikils viðhalds. Annað segir upplýsingafulltrúi HS Orku.

Jóhann Viðar Jóhannsson segir í samtali við Mannlíf að þegar hann hafi unnið fyrir HS Orku í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar, hafi komið í ljós mikil skemmd á Njarðvíkuræðinni sem liggur um Svartsengi og til Njarðvíkur. „Ég var að vinna við að laga þessa lögn. Þetta var 1991 og 1992. Ég hringdi í eina verkstjórann sem þá var og við töluðum um þetta og þá stóð til að endurnýja lögnina. En ég og annar maður vorum svo látnir bæta lagnina en hún var alveg stórskemmd og alveg á síðasta snúningi. En þá var sett á hana átta kíló [vatsnþrýstingur] en núna þegar bærinn hefur stækkað, þá er þetta komið í tíu kíló. Það er keyrt á tíu kílóum en kerfið er fyrir átta kíló. Og þeim fannst allt of dýrt að fara að endurnýja lögnina, þessir peningagúrúar sem keyptu þetta, sem hefði aldrei átt að vera.“

Jóhann Viðar Jóhannsson
Ljósmynd: Facebook

Segir Jóhann að lögnin hafi ekki verið endurnýjuð síðan í byrjun tíunda áratugarins heldur stagbætt hér og þar, fyrr en „hraunið tók þetta í burtu“. Bætti hann við: „Það var búið að tala um þetta í mörg ár að grafa hana niður í jörð og setja nýja lögn og að þessi ætti að vera líka til vara. En þetta er sagan endalausa. Og þeim, sem eiga þetta, er andskoti sama þó þetta fari. Þeir eru búnir að tryggja sig alveg í bak og fyrir.“

Mannlíf heyrði í upplýsingafulltrúa HS Orku, Birnu Lárusdóttur og bara undir hana staðhæfingar Jóhanns um að Njarðvíkurlögnin hafi verið ónýt í mörg ár og hún einungis stagbætt hér og þar. Í skriflegu svari Birnu kemur fram að á árum áður hafi vissulega komið upp vandamál tengd lögninni, þar sem upprunalega klæðningin utan um stálrörin hafi reynst ekki nógu þétt og því myndast göt á afmörkuðum svæðum.

„Fyrir um aldarfjórðungi komu upp nokkur vandræði með lögnina. Upprunalega klæðningin utan um stálrörin reyndist ekki nægilega þétt sem varð til þess að raki komst undir klæðninguna og olli ítrekað tæringu á lögninni sem leiddi til þess að göt mynduðust á afmörkuðum stöðum.“

Segir Birna að í kjörfarið hafi farið af stað stærðarinnar endurnýjunarverkefni á lögninni og skemmdirnar lagaðar.

- Auglýsing -

„Í kjölfarið var hafist handa við stórt endurnýjunarverkefni á lögninni. Skemmdir voru lagfærðar og nýjum og mun viðameiri klæðningum var beitt við að verja lögnina gegn raka og veðrabrigðum. Frá þeim tíma hefur lögnin sinnt sínu hlutverki vel án þess að óeðlilega mikið viðhald hafi þurft að koma til.“

Birna segir ennfremur að þó að lögning sé orðin gömul sé stálið í henni ennþá gott og sé klæðningunni haldið við sé ekkert að stálinu sjálfu.

„Þótt lögnin sé vissulega komin til ára sinna er stálið í henni gott og klæðningin utan um hana ver hana vel fyrir veðri og vindum. Eldra stál er jafn gott og nýtt sé því vel haldið við. Ekkert er að stálinu sjálfu svo fremi sem klæðningin utan um það heldur.“

- Auglýsing -

Að lokum bendir Birna á að flestar hitaveitulagnir á Íslandi séu með svipuðu sniði og sú sem um ræðir í fréttinni, sem og viðhaldið. Segir hún að ástandið Njarðvíkuræðarinnar sé gott og að hún hafi staðið af sér jarðhræðringar og eldsumbrot síðustu mánuða, fram að 14. febrúar í fyrra.

„Rétt er að benda á að flestar lagnir í hitaveitum hér á landi eru með svipuðu sniði og Njarðvíkuræðin og viðhaldið sambærilegt. Reglulegt eftirlit er með lögninni og viðhald gott. Tæmingarloka og samskeyti þarf að vakta og tryggja að allt sé vel þétt. Ef frávik finnast við eftirlit er brugðist tafarlaust við þeim.

Ástand Njarðvíkuræðarinnar er gott og viðhald hennar sömuleiðis. Hún hefur staðist allar jarðhæringar og eldsumbrot síðustu mánuða, jafnt ofanjarðar sem neðan, ef frá er talið þegar glóandi hraun rann yfir hana 14. febrúar síðastliðinn og náði að skemma þann litla hluta hennar sem ekki hafði tekist að koma í jörðu í tæka tíð áður en hraun rann.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -