Kristinn Hrafnsson segir að frétt Vísis staðfesti að leiðtogafundur Evrópuráðsins hafi verið notaður til að „vígbúa“ lögregluna.
Ritstjóri Wikileaks, Kristinn Hrafnsson segir á Facebook að þjóðin hafi ítrekað sagst vera á móti vopnaburði lögreglunnar en segir að dómsmálaráðherra „með sitt byssu- og njósnablæti, fer sínu fram í skjóli Katrínar Jakobsdóttur.“
Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan:
„Staðfest að leiðtogahittingurinn var notaður til að vígbúa lögregluna. Þjóðin hefur ítrekað lýst sig andsnúna vopnaburði lögreglunnar en dómsmálaráðherra, með sitt byssu- og njósnablæti, fer sínu fram í skjóli Katrínar Jakobsdóttur.