Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.7 C
Reykjavik

Er ríkið að eyða 140 milljónum í rugl? „Menn keyra um fretandi með byssur og standa í þessu rugli“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórdís Gísladóttir, rithöfundur og þýðandi, segist á Twitter hafa fundið auðvelda leið fyrir sveitafélög og ríkið til að spara 140 milljónir á ári. Það megi gera með því að hætta refaveiðum. Lifa með varginum. Margir taka undir með henni, þar á meðal doktorsnemi og æðarbóndi. Á Twitter skrifar Þórdís:

„Það er verið að segja mér að 130-140 milljónum sé eytt árlega í refaveiðar! Ríkið borgar smá og sveitarfélög (sem segjast illa stödd fjárhagslega) borga á móti. Skattpeningur fer í að drepa refi sem eru á stærð við ketti. Menn keyra um fretandi með byssur og standa í þessu rugli.“

Albína Hulda Pálsdóttir, doktorsnemi í dýrafornleifafræði, segir að þetta hafi verið rætt í akademíunni. „Jebb og okkar vísindafólk sem rannsakað hefur refinn hefur í áratugi bent á að þetta skilar nákvæmlega engu og í sumum tilfellum geta aðferðirnar sem notaðar eru (leggja út fæði á veturna) jafnvel stækkað stofninn staðbundið,“ skrifar hún.

Steinunn Ólína leikkona er þó ekki á sama máli og Þórdís. Hún skrifar: „Ef þú sæir þá í varpi fugla hér á Ströndum sætirðu með haglarann á pallinum.“

Hafrún Gunnarsdóttir líffræðingur svarar henni og segir: „Fuglalíf á Íslandi er vel aðlagað að afráni refsins. Auðvitað geta þeir haldið stofni undir burðarþoli lands en það er samt sem áður alveg jafn náttúruleg stjórnun og stjórnun sem ræðst eingöngu af fæðuframboði. Stofnsveiflur milli ára verða líka yfirleitt mun minni með afráni.“

Hún segir einnig: „Já mér finnst ansi þreytandi þegar refaskyttur titla sig sem einhverskonar verndara mófuglana. Benda svo á hin og þessi svæði sem eru orðin mófuglalaus sökum afráns þótt engin gögn liggi fyrir. Tegundafjölbreytileiki fugla á Hornströndum virðist ekki hafa rýrnað eftir friðun.“

- Auglýsing -

Helstu rök fyrir refaveiðum eru, líkt og Steinunn Ólína kom inn á, að þetta sé gert til að vernda varp en einnig svo æðarbóndar verði ekki fyrir stórskaða af völdum vargsins. Árni Rúnar Örvarsson segist ekki hlynntur þessu, þó hann sé æðarbóndi.

„Ég er sjálfur æðarbóndi og er algjörlega á móti því að skattpeningar fari í refaveiðar. Við greiðum refaskyttu sjálf til að skjóta. Þannig er veiðinni betur sinnt og þeir sem hafa hagsmuni af veiðinni eru þeir sem greiða fyrir hana.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -