Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-0.3 C
Reykjavik

Segir ríkisstjórnina skulda æsku landsins afsökunarbeiðni: „Það væri bragð af því!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Fólk sem getur ekki komið sér saman um augljósa hluti svo sem eins og að koma veiku barni til aðstoðar hugsar ekki skýrt. Það skiptir engu hver gerði hvað, klukkan hvað – það er aðeins eitt í stöðunni hvað Yasan varðar, um það ættu allir, ef við höfum ekki fullkomlega tapað glórunni að geta verið sammála.“ Þannig hefst Facebook-færsla Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur, leikkonu og fyrrum forsetaframbjóðanda sem hún birti við frétt um nætursímtal félagsmálaráðherra til ríkislögreglustjóra þegar til stóð að vísa Yazan Tamimi og foreldrum hans úr landi.

Og Steinunn heldur áfram:

„Við gerum það sem rétt er hverju sinni eftir fremstu getu, erum við ekki öll að reyna það?
Lög og reglur eru tilbúningur mannanna. Þau duttu ekki af himnum ofan! Ef lögin og reglurnar eru gallaðar eins og öll verk mannannna auðvitað eru, þá bregðumst við því af skynsemi, ekki af hlýðni við eigin laga-og reglna gallaða skáldskap ef hann reynist augljóslega stríða gegn heilbrigði skynsemi og mannúð og útilokar að bregðast við augljósum og óvanalegum neyðartilfellum.
Svo lagfærum við lögin svo hægt sé að meta málin og manneskjurnar hverju sinni með rými fyrir sveigjanleika og af yfirvegun. Og okkur væri hollast að láta alþjóðasamninga hvað varðar vernd barna trompa íslensk ólög ef svo ber undir þangað til okkur auðnast að hugsa skýrt.“

Að lokum segir Steinunn ríkisstjórnina skulda æsku landsins afsökunarbeiðni.

„Ef við viljum bæta líðan íslenskra barna þá sýnum við engum börnum miskunarleysi eins og það sem við höfum sýnt Yasan. Rétt væri að ríkisstjórn Íslands bæði æsku landsins afsökunar og lofaði að bregðast aldrei barni á þennan hátt framar. Það væri bragð af því!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -