Teitur Atlason, fyrrverandi varaborgarfulltrúi í Reykjavík, segir þingmenn vera fulla af hroka.
Í pistli sem Teitur Atlason skrifar um nýja skrifstofubyggingu Alþingis segir hann þá þingmenn sem hafa kvartað undan nýja húsinu vera vanþakkláta en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fer fremstur í flokki þeirra sem finnst húsið ekki gott.
„Á dögunum var tekin í gagnið skrifstofubygging Alþingis. Þetta er hús á besta stað og byggt af kostgæfni eftir ígrundaðar pælingar,“ skrifaði Teitur um málið samfélagsmiðlinum Facebook.
„Þessi bygging var ekki ódýr (og á ekki að vera ódýr) en verðmiðinn mun vera um 6.000 miljónir. Þetta hús markar ákveðin vatnaskil í starfsemi Alþingis en núna allt starf þingsins undir sama þaki og ekki í leiguhúsnæði í kringum Austurvöll. Þetta hús er því einskonar endapunktur á húsnæðisvanda Alþingis.
Fréttir af þessum tímamótum voru mjög skrýtnar og eru ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þessa hugleiðingu. Fyrsta féttin sem ég sá af þessu máli var viðtal við 2 þingmenn sem fannst þetta hús ömurlegt. Þeir kvörtuð yfir óþægilegum sófa og því að það sé bannað að hafa gamla góða hægindastólinn inn á skrifstofunni. Einn kvartaði sáran yfir útsýninu og sagði það minna á útsýnið frá Litla-Hrauni.
Sem sagt. Þetta tímamótahús er í hugum þessara þingmanna ömurlegt og aðstaðan þeim ekki samboðin.“
Teitur heldur áfram og segir þetta vera klikkað vanþakklæti og hroki. Hann segir líka skrýtið að fréttamenn stoppi ekki þingmenn af.
„Setjum þetta nú í samhengi við hverjir borga þetta hús og hversvegna þetta hús var byggt og fyrir hverja þetta hús var byggt. Skattgreiðendur borga þetta hús. Það er byggt fyrir þingmenn sem starfa i þágu þjóðarinnar. Það er alveg ótrúlega skrýtið að það fyrsta sem sumir þingmenn segja af þessu tilefni er að húsið sé ekki þeim samboðið.
Þetta er í mínum huga klikkað vanþakklæti. Í þessu samhengi er líka gott að velta fyrir sér hvað felst í orðinu vanþakklæti. Það er þegar öllu er á botnin hvolft skökk sjálfsmynd og upphafning á eigin kostum og getu. Vanþakklæti er í grunninn hroki. Andstaðan við auðmýkt.
Mér finnst líka skrýtið að fréttamenn fatti þetta ekki og stoppi ekki þessa vanþakklátu þingmenn af og spyrji spurningarinnar sem blasir við. “Er ekki allt í lagi með ykkur- Ertu að kvarta yfir þessari aðstöðu sem skattborgararnir eru skaffa ykkur”?“
Þá telur telur Teitur að þurfa að þingmenn læra fara eftir reglum sem settar eru á skrifstofunni enda sé þetta ekki heimili þeirra. Ekki sé í boði að hengja upp myndir af knattspyrnumönnum eða draga hægindastóla um öll gólf.
„Varðandi hægindastólinn sem einn þinmaður vildi endilega draga inn á skrifstofuna hjá sér má alveg taka fram að það er ekkert skrýtið að það sé bannað. Prívatmublur eiga ekkert heima á vinnustöðum. Það er heldur ekkert ílagi að negla mynd af Jurgen Klopp eða David Beckham upp á vegg í splunkunýrri skrifstofubyggingu. Það er ekkert “ópersónulegt” og það er ekkert “reglugerðafargan”. Það er bara almennilegt og eðlilegt. Margir þingmenn eru alltaf að reyna að troða því að okkur að reglur séu svo slæmar en vinna svo við það að setja reglur. Nokkuð spes ef út í það er farið.
Steininn tók þó úr í framhaldsfrétt á stöð2 um málið en þá fékk Sigmundur Davíð heilt innslag til að fara klíníkskt í gegnum hversvegna þetta hús er ömurlegt og ekki honum samboðið. Fáránleg frétt. Fáránleg frétt. Sigmundur fattar ekki að hann er að ráðast að starfsheiðri alls þess fólks sem lagði sitt fram við að þetta hús varð að veruleika. Hönnuði, smiði, arkítekta og ekki síst þjóðina sem pantaði húsið fyrir Sigmund Davíð og alla aðra alþingismenn. Sigmundur lét meir að segja hafa sig út í að – til að sýna hversu húsið væri misheppnað – að æpa eins og brjálæðingur – inn í skrifstofunni sinni þannig að sjónvarskonan heyrði í honum. Þetta var gert til að sýna fram á að veggirnir milli skrifstofanna væru ekki nógu vel hljóðeinangraðir.
Ég skil alveg að þetta hús á ekkert að vera “hlýlegt” eða “notarlegt” eða “persónulegt”. Þetta er vinnustaður þingmanna. Ekki afslöppunarherbergi þótt ýmist líti á það þannig. Það á ekkert að vera fullt af gömlum Lay-Z-Boy stólum. Veggirnir eiga ekkert að vera útataðir í einhverri rusl-list eða myndum af stóra laxinum sem afi einhvers veiddi í Borgarfiðrinum.
Ég skil ekki þá vanþakklætimenningu sem núna virðist ríkja. Ég skil ekki blaðamenn sem sjá ekki í gegnum, þegar fullorðið fólk í virðingarstöðu hagar sér eins og frekir krakkar og gerir sjálft sig að fíflum í beinni útsendingu.
Vanþakklátir þingmenn eru slappir þingmenn. Þeir eru hrokafullir og þeir hafa skakka sýn á sjálfa sig. Hvenrig getur blaðamaður ekki séð í gegnum þannig fólk?“