Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Segir stjórnendur þurfa að íhuga að stöðva rekstur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Karl Ólafsson, stjórnarformaður TravelCo og fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, segir stjórnendur Icelandair Group mögulega þurfa að skoða að stöðva rekstur á meðan ferðabann bandarískra stjórnvalda vari.

Hann segir stjórnendur félagsins annað hvort þurfa að skoða stöðvun á rekstri eða að draga framboð verulega saman vegna ferðabannsins. Þetta segir hann í samtali við Markaðinn í Fréttablaðinu.

Hann segir ljóst að ferðabannið sem Trump kynnti í vikunni muni hafa mikil áhrif og að aldrei verði sjálfbært að fljúga með tómar flugvélar.

„Flugið á milli Evrópu og Bandaríkjanna vegur svo þungt í rekstri félagsins að ferðabannið eitt og sér hefur áhrif á um og yfir fimmtíu prósent af daglegum rekstri félagsins,“ er haft eftir Jóni í grein Markaðarins. Hann spáir því einnig að fólk muni fara rólega af stað með það að bóka ferðir erlendis eftir að faraldurinn gengur yfir.

Í tilkynningu Icelandair segir að flugfélagið ætli að halda sinni flugáætlun óbreyttri til áfangastaða í Bandaríkjunum dagana 12. og 13. mars. „Við erum að skoða ítarlega þau áhrif sem þetta hefur á áætlunarflug okkar til Bandaríkjanna og munum koma upplýsingum áleiðis til viðskiptavina okkar um leið og mögulegt er, varðandi áhrif sem þetta kann að hafa á ferðaætlanir þeirra,“ segir einnig.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -