Fimmtudagur 23. janúar, 2025
-0 C
Reykjavik

Segir Svandísi vinna gegn bændum: „Dugir ekki lengur að ráðherra sendi ungum bændum fingurkoss“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Högni Elfar Gylfason telur yfirvöld vera svíkja bændur.

Varaþingmaðurinn og sauðfjárbóndinn Högni Elfar Gylfason telur að stjórnvöld á Íslandi standi ekki með bændum og séu í raun að vinna gegn þeim. Högni ræðir stöðu bænda í nýjum pistli.

„Eftir áralangan barning bænda við að ná endum saman undir regluverki stjórnvalda, síminnkandi stuðningi þeirra og í samkeppni stóraukinn innflutning erlendra landbúnaðarvara sem gerður er með vitund og vilja ríkisstjórnarflokkanna er komið að krossgötum. Margir bændur og þá helst sauðfjárbændur hafa árum saman orðið að ná sér í tekjur með aukavinnu utan búa sinna. Á því hefur nú orðið sú breyting að kúabændur hafa bæst í þann hóp því búin bera ekki að greidd séu nein laun, þ.e. ef bankarnir eiga að fá sína okurvexti greidda á réttum tíma. Verst er ástandið hjá þeim sem farið hafa í endurbætur og uppbyggingu, ásamt þeim sem nýlega hafa keypt bújarðir og hafið búskap, vegna gífurlega hás vaxtastigs. Þetta vaxtastig hefur ekkert með rekstur í sveitum að gera, heldur er það að miklu leyti til komið vegna óráðsíu í fjármálum ríkisins sem hefur valdið þenslu í þjóðfélaginu. Ýmsar aðrar ástæður liggja einnig að baki s.s. þensla á húsnæðismarkaði og atvinnumarkaði í þéttbýlinu,“ sagði varaþingmaðurinn knái í pistli sem birtist á Vísi um málið en í gær var haldinn fundur hjá Samtökum ungra bænda. Þar segir Högni frá að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hafi mætt og sagt að ekki væru til peningar til að hjálpa ungum bændum.

„Nú þegar grafalvarlegt ástandið er svo hressilega komið upp á yfirborðið er rétt að benda á að enn vinnur Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra einarðlega gegn því að ungir bændur fái “Laun fyrir lífi” eins og þeir eru að fara fram á. Hún hefur nefnilega boðað að 1.nóvember næstkomandi muni hún veita einni grein landbúnaðar tæknilegt rothögg með því að fella niður reglugerð um blóðtöku úr hryssum og taka í staðinn upp reglugerð Evrópusambandsins sem gerð er til verndar dýra sem eru svo óheppin að vera notuð í tilraunum á tilraunastofum, s.s. músum, rottum og apaköttum. Eftir lestur reglugerðanna verður enganvegin séð hvernig rétt geti talist að fella blóðmerahald undir innfluttu reglugerðina. Hinsvegar kemur þar berlega í ljós að útilokað er að stunda þessa grein landbúnaðar undir nýju reglunum. Því kalla ég það tæknilegt rothögg þegar ráðherra bannar ekki beinlínis starfssemina en kemur í veg fyrir að hægt sé að stunda hana.“

„Bráðaaðgerða er þörf og um leið þurfa matvælaráðherra og ríkisstjórn að hætta að vega að bændum með óþarfa hækkunum gjalda og niðurrifsstarfssemi á möguleikum bænda til að afla sér tekna.

Nú dugir ekki lengur að ráðherra sendi ungum bændum fingurkoss og fallegt bros,“ sagði Högni að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -