Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Segir sveitafélögin „skilin eftir á köldum klaka“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, segir sveitarfélögin hafa gleymst í aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar.

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vilja framlag upp á um 50 milljarða úr ríkissjóði til sveitarfélaga á landinu til að tryggja að þau geti haldið uppi þjónustu- og framkvæmdastigi án þess að þurfa að hella sér í skuldir.

Þetta kemur í minnisblaði sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa sent
fjármála- og efnahagsráðherra. Morgunblaðið fjallar um innihald minnisblaðsins sem borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórar í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi, auk oddvita Kjósarhrepps skrifa undir.

Morgunblaðið hefur eftir Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra Garðabæjar, að COVID-19 faraldurinn muni hafa mikil áhrif á fjárhaf sveitarfélaga. Hann segir tekjur dragast saman á meðan kostnaður eykst.

Þarf stórt skref til að aðstoða sveitarfélögin

Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, segir sveitarfélögin vera skilin eftir á „köldum klaka“ í Facebook-færslu sinni þar sem hann tjáir sig um aðgerðapakka vegna efnahagsáhrifa kórónaveirunnar sem ríkisstjórnin kynnti síðdegis í gær.

- Auglýsing -

„Í stuttu máli er verið að stíga ýmis nauðsynleg skref til að verja fyrirtæki gegn tekjufalli.
En það eru að sama skapi ekki stigin nein marktæk skref til að verja heimilin gegn tekjufalli. Þá eru sveitarfélögin að mestu leiti skilin eftir á köldum klaka,“ skrifar Logi um aðgerðirnar sem ríkisstjórnin kynnti í gær.

Hann segir ríkisstjórnina ekki mega gleyma fólkinu í landinu.

„Til að vera sanngjarn þá verð ég að segja að Það er mjög margt þarna ágætt og nauðsynlegt,“ segir Logi spurður út í aðgerðapakkann í samtali við Morgunútvarp Rásar 1 og 2.

- Auglýsing -

Hann segir jákvætt að verið sé að hugsa um fyrirtækin í landinu en segir vonbrigðin vera þau að það hafi gleymst að hugsa um heimilin og fólkið í landinu. „Það er ekki verið að verja tekjur þeirra.“

„Ég vona að ríkisstjórnin sé við útvarpið að hlusta.“

Hann bætir við að sveitarfélögin, einingarnar sem sinna þjónustu við fólkið í landinu, hafi einnig gleymst. Hann segir sveitarfélögin vera „í myrkrinu“ og það þurfi að stíga stór skref til að aðstoða þau.

Logi bendir á að kostnaður sveitarfélaganna hækki mikið en fái á saman tíma á sig kröfu til að lækka öll gjöld. Hann segir það geta reynst dýrkeypt að spara þegar kemur að rekstri sveitarfélaga og að sá sparnaðurinn gæti bitnað á leikskólastarfi og annarri grunnþjónustu.

„Ég vona að ríkisstjórnin sé við útvarpið að hlusta,“  sagði Logi og hvatti ríkisstjórnina til að auka þjónustu við sveitarfélögin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -