Föstudagur 17. janúar, 2025
1.1 C
Reykjavik

Segir sýndaropnun Blönduhlíðar ekki kosningabrellu: „Ákveðnir ytri þættir sem við stjórnum ekki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólöf Á. Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir ekkert hæft í því að móttaka meðferðarheimilisins Blönduhlíðar rétt fyrir kosningar, hafi verið kosningabrella.

Morgunblaðið sagði frá því í gær að enn sé ekki búið að opna meðferðarheimilið Blönduhlíð í Mosfellsbæ, þremur vikum eftir að fjölmiðlar voru boðaðir á opnun heimilisins sem ætlað er að þjóna börnum og ungmennum í fíknivanda. Fullyrðir miðillinn að ekki sé enn komið rekstrarleyfi fyrir meðferðarheimilinu.

Forstjóri Barna- og  fjölskyldustofu segir að hugmyndin að móttöku Blönduhlíðar hafi verið tekin með litlum fyrirvara og þá hafi starfsmönnum stofunnar og barnaverndarþjónustu landsins verið boðið ásamt Ásmundi Einari Daðasyni, sem sýnt hafi málaflokknum mikinn stuðning.

„Ákveðið var að hafa móttöku Blönduhlíðar og sú móttaka var ákveðin með nokkurra daga fyrirvara. Hugmyndin var að bjóða okkar starfsmönnum og barnaverndarþjónustu landsins svo þau gætu séð úrræðið og kynnt fyrir sínum skjólstæðingum. Margir barnaverndarstarfsmenn eru önnum kafnir og koma af landsbyggðinni. Síðasta daginn bættust einnig nokkrir fleiri við. Ásmundur er ráðherra málaflokksins og hefur sýnt honum mikinn stuðning og áhuga, því var eðlilegt að hann væri viðstaddur.“

Segist Ólöf því slá á allar sögusagnir um kosningabrellu, enda sé Barna- og fjölskyldustofa ekki í pólitík.

„Ég slæ því á allar slíkar sögusagnir um kosningabrellu, við hjá BOFS erum ekki í pólitík heldur að einblína á að bæta meðferðarkerfið fyrir börn í alvarlegum vanda. Hins vegar kom í ljós að þættir sem snúa að leyfisveitingum tóku lengri tíma en áætlað var og ekki í okkar höndum að leysa. Húsið var tilbúið á þessum tíma, starfsmenn og forstöðumaður tilbúnir og starfsdagur starfsmanna var áætlaður 2. desember.  Við hjá stofnuninni höfum lagt kapp á að hafa allt klárt sem snýr að okkur en það eru ákveðnir ytri þættir sem við stjórnum ekki.“

- Auglýsing -

Ekki náðist í Ásmund Einar Daðason við gerð fréttarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -