Föstudagur 25. október, 2024
6.9 C
Reykjavik

Segir þátttöku í Eurovision „siðlausa og smekklausa“: „Afsakið meðanað ég æli“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segir þátttöku Íslands í Eurovision vera „bæði siðlaust og smekklaust.“

Leik- og fjölmiðlakonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifaði pistil í DV í dag þar sem hún í aðra hönd skrifar um heitustu heimildarmynd Íslands í dag, Afsakið meðanað ég æli eftir Spessa, og í hina um ábyrgð listamanna á stríðstímum. Í stuttu máli segir Steinunn að heimildarmyndin sé „meistaraverk“ en þar er Megas í aðalhlutverki.

Varðandi þátttöku Heru Bjarkar Þórhallsdóttur í Eurovision í ár, segir hún að listamenn eigi að gagnrýna, þvert á það sem margir telji.

„Á íslensku tónlistarverðlaunum gerði forseti landsins það skýrt að þátttaka í fíflalátum eða galsagangi er óviðeigandi á stríðstímum og við hæfi að sýna þjáningu annarra og sorg tilhlýðilega virðingu. Undarleg þykir mér afstaða þeirra sem tala um listamenn eins og ábyrgðarlaus börn sem ekki megi gagnrýna. Listamenn standa ekki utan samfélags mannanna, þeir eru speglar mannanna. Listamenn á að gagnrýna! Listamenn gerast listamenn til að hafa áhrif og bera að sjálfsögðu mikla ábyrgð. Gagnvart sjálfum sér fyrst og fremst en ekki síður gagnvart samfélagi sínu vegna þess sýnileika sem þeir njóta umfram aðra.“

Þá segir hún þátttaka í keppni með hryðjuverkamönnum sé „óhuggulegur vitnisburður um okkur sjálf.“

„Að líta svo á að á okkar tímum sé eðlilegt að láta eins og harmur annarra komi okkur ekki við og þramma glaðbeitt til leiks með terroristum er óhuggulegur vitnisburður um okkur sjálf. Að láta eins og þessi skemmtun skipti raunverulega nokkru einasta máli er bull. Hvernig væri að berjast jafn hatrammlega fyrir því að hér verði til réttlátara þjóðfélag? Gætum við hugsanlega skapað hér betri tilveru? Það virðist gleymast að púðrið er til að nota það, en aðeins þar sem það gerir gagn.“

- Auglýsing -

Steinunn skýtur einnig föstum skotum á Ríkisútvarpið fyrir að leiðrétta ekki þær fjölmörgu lygar sem sagðar voru í Vestrænum fjölmiðlum um atburðina 7. október í Ísrael.

„Fæstar stofnanir á Íslandi bera samfélagslega ábyrgð að heitið geti. Ríkisútvarpið, sem ætti auðvitað með réttu að vera einskonar áttaviti þjóðarinnar, er því miður að mestu innihaldsleysið uppmálað (kannski fyrir utan beinar útsendingar Sinfóníuhljómsveitarinnar og þáttagerð örfárra). Ekki hefur RÚV til dæmis skrifað orð til leiðréttingar um þann skandal sem fréttamennska af atburðunum þann 7. október síðastliðinn vissulega var. Flest það sem sagt var þá, í heimsins virtustu dagblöðum sem fréttastofa RÚV át upp hugsunarlaust, var byggt á veikum grunni og er nú búið að vísa til föðurhúsanna. New York Times hefur orðið að athlægi á heimsvísu vegna þessa stórskandals.“

Ennfremur segir leikkonan að listafólk beri sannarlega ábyrgð á gjörðum sínum.

- Auglýsing -

„Listamenn hafa mótandi áhrif á samfélag sitt og að láta eins og listamenn séu dulur í höndum stofnanna eða ákvarðana sem þar eru teknar innan er fjarstæða. Listamenn bera ábyrgð á gjörðum sínum. Listamenn hafa, og ég endurtek hafa, umfram aðra í samfélaginu, raddir sem tekið er eftir og þess vegna skiptir máli þegar þeir lenda í kringumstæðum sem kalla á skýra afstöðu með mannkyninu. Skilaboð listamanna til umheimsins ættu ekki að vera villuljósið sem segir að frægðin sé öllu æðra, þvert á það sem öllum ætti að vera ljóst.“

Lokaorð Steinunnar eru hvöss.

„Hvernig við bregðumst við í stríði skiptir máli, ekki bara í dag heldur líka síðar, enda hefur fjöldi íslenskra alvörulistamanna gert það heyrinkunnugt að þeir láti ekki gera sig að meðhjálpurum í yfirbreiðslu á þjóðarmorðum.

Að fara á svið í egómanískum skrípaleik með fulltrúum þjóðar sem stundar nú hryðjuverk og þjóðarmorð – og þar á ég auðvitað við Ísrael – á meðan verið er að murka lífið úr palestínsku þjóðinni er bæði siðlaust og smekklaust. Auðvitað ættu þjóðir heimsins að sýna samstöðu og hafna því að keppnin sé haldin að þessu sinni. Við getum skemmt okkur síðar og sú bið er okkur skaðlaus með öllu.

Afsakið meðanað ég æli.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -