Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Segir Þórdísi hafa brugðist skyldum sínum: „Ríkisstjórnin virðist koma algjörlega að fjöllum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Fjármálaráðherra ber sú lagalega skylda að veita þau tilmæli til Bankasýslunnar, og þetta á ráðherra að vita, að henni hugnist ekki þessi viðskipti. Slík umræða getur ekki bara farið fram með einhverjum óformlegum hætti í einhverjum véfréttastíl – í einhverjum hlaðvarpsþætti sem einhver einn miðill pikkar upp á,“ segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar í Kastljósi, þar sem fjármálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir tókust á vegna kaupa Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni, af Kviku banka.

Lögum samkvæmt hefur ráðherra heimild til að beina tilmælum til Bankasýslunnar um að henni hugnist ekki framkvæmd viðskiptanna, og segir Kristrún að fjármálaráðherra hafi brugðist skyldum sínum þegar hún greip ekki í taumana fyrir sex vikum síðan eða á sama tíma og hún sat í viðtali í hlaðvarpsþætti.

Landbankinn kaupir TM

Landsbankinn greiðir 29 milljarða með reiðufé fyrir tryggingafélagið, sem við kaupin telst sem ríkisfyrirtæki. „Ég tel það ábyrgara og gagnlegra að bankinn myndi greiða hærri arð til ríksins,“ segir Þórdís og minnir á tugmilljaraða skuldbindingu ríksins vegna nýsaminna kjarasamninga og gríðarlegan kostnað sökum náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga.

Þrátt fyrir að fjármálaráðherra hafi gefið út andstöðu sína á kaupunum gengu kaupin eftir. Þórdís útskýrir að bankaráð hafi átt að gera Bankasýslu ríksins viðvart um kaupin en svo hefðu ekki verið raunin.

Kristún bendir á ábyrgð fjármálaráðherra

- Auglýsing -

Kristrún segir ábyrgð vera á höndum fjármálaráðherra: „Ráðherra ber að hafa eftirlit með bankasýslunni og getur beint ákveðnum tilmælum til Bankasýslunnar, sem gæti þá komið þeim athugasemdum á til stjórnar bankans.“

„Í rauninni er þetta annað málið, á tiltölulega skömmum tíma, sem að snýr að meðferð eignarhluta í fjármálafyrirtækjum, þar sem ríkisstjórnin virðist koma algjörlega að fjöllum,“ segir Kristrún og minnir á að Bankasýslan sé ekki sjálfstætt stjórnvald og að fjármálaráðherra beri ábyrgð að fylgjast með og veita eftirlit. Hún jafnframt bendir á þann fjölda sem vinni með fjármálaráðherra og gæti og ætti að upplýsa og aðstoða hann.

„Ráðherra mætir í hlaðvarp, sem varla gæti talist til formlegra upplýsingagjafar til Bankasýslunnar eða Landsbankans, og fullyrðir þar að hún vilji ekki sjá þessi viðskipti ganga í gegn,“ segir Kristrún sem hefur óskað eftir að samskipti fjármálaráðherra við Bankasýsluna verði gerð opinber.

- Auglýsing -

Aðspurð segir Þórdís að fram komi í opinberu bréfi að bankaráð Landsbankans hafi ekki upplýst Bankasýsluna um áform Landsbankans um kaupin. Bankasýslan hefur nú óskað eftir upplýsingum frá bankaráði um aðdraganda og ákvörðunartökuna, að fjármálaráðherra geti verið upplýst um málið. Aftur bendir Þórdís á að bankaráð beri ábyrgð á að upplýsa Bankasýsluna, og segir sig ekki bera neina stjórnunarskyldu gagnvart bankaráði. Þetta sé ferlinn sem settur hafi verið á.

Þórdís segir það undarlegt að fá á sig gagnrýni fyrir að bæði gefa út sína skoðun á málinu sem og að hún hafi átt að skipta sér að þessu fyrr.

Kristrún grípur inn í segir það ekki rétt að verið sé að gagnrýna fjármálaráðherra fyrir að opinbera skoðun sína, heldur að ráðherra sé fyrst núna, eftir að bindandi kauptilboð hafi verið samþykkt, sé að stíga fyrst inn núna og beiti því valdi sem ráðherra hefur.

Verði kauptilboði Landbankans rift verður bankinn, og þar með íslenska þjóðin, að öllum líkindum skaðabótaskyldur gagnvart seljandanum, Kviku banka.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -