Ísland er ekki undanskilið í stríði, brjótist út vopnuð átök utan landamæra Úkraínu samkvæmt fyrrverandi skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu Íslands.
Fram kemur í mbl.is í dag að vegna stríðsins í Úkraínu og aukinnar spennu á alþjóðavísu, standi Ísland nú frammi fyrir gjörbreyttu landslagi þegar kemur að varnarmálum.
Segir hann að ef vopnuð átök brjótist út utan landamæra Úkraínu, mun landfræðileg lega Íslands valda því að landið verði beinn þátttakandi í stríðinu, hvort sem Íslendingum líkar það betur eða verr. Staðsetning Íslands sé „mjög mikilvæg“ fyrir eftirlit með skipa og kafbátaumferð sem og með birgðaflutningum frá Norður-Ameríku til Evrópu.