Björn Birgisson bendir á þróun Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, síðustu árin í nýrri færslu á Facebook. Segir hann tilvist flokksins á Alþingi komna í verulega hættu.
Hinn orðhvassi samfélagsrýnir frá Grindavík, Björn Birgisson vekur oft athygli með færslum sínum á Facebook þar sem hann rýnir oftar en ekki í málefni líðandi stundar í samfélaginu. Í nýlegri færslu tekur hann fyrir Vinstri græna.
Notar Björn tölfræði til að sýna þróun hjá stjórnarflokknum síðustu árin en tölurnar sýna að flokkurinn er við það að detta af þingi. Í kosningunum 2017 náðu Vinstri grænir ellefu þingmönnum inn með 16,9 prósent atkvæða, átta þingmönnum árið 2021 með 12,6 prósentum atkvæða en í nýjustu skoðaðanakönnuninni næði flokkurinn ekki nema fjórum þingmönnum inn með einungis 6,4 prósent atkvæða. „Þeim var nær,“ segir Björn, fyrir að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Færsluna má lesa hér fyrir neðan.
„Úr 16,9% og niður fyrir sársaukaþröskuldinn?