„Ný ríkissstjórn um helgina? Það verður þá ríkisstjórn án fylgis!“ Þannig hefst Facebook-færsla Björns Birgissonar samfélagsrýnis frá Grindavík sem birtist í gær.
Björn, sem oft er með puttann á púlsinum og hittir naglann iðulega á höfuðið, segir „grátbroslegt“ að fylgjast með „fíflaganginum“ í íslenskum stjórnmálum þessa dagana, í nýlegri færslu á Facebook. „Það er grátbroslegt að fylgjast með fíflaganginum sem nú á sér stað í pólitíkinni. Hræðslan við kosningar er algjör hjá stjórnarflokkunum, enda hafa ekki nema um 47 þúsund kjósendur frá kosningunum 2021 snúið við þeim baki, en það segir okkur hver könnunin af annarri og niðurstaðan því ágætlega marktæk!“
Þá segir Björn að nú sé tími Kristrúnar Frostadóttur runninn upp.