Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Segir tvo ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafa kostað ríkissjóð 40 milljarða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson segir þau Guðlaug Þór Þórðarson og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur hafa kostað ríkissjóð meira en 40 milljarða króna.

Í nýrri Facebook-færslu segir Gunnar Smári Egilsson frá því hvernig tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins kostuðu ríkissjóð meira en 40 milljarða króna.

Færslan hefst á eftirfarandi hátt:

„Tveir ráðherrar kostuðu ríkissjóð meira en 40 milljarða króna

Þegar Útlendingastofnun opnaði fyrir straum flóttafólks frá Venesúela var Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra. Ákvörðun stofnunarinnar um að veita öllum sem hingað komu fjögurra ára vernd og dvalarleyfa var tekin í samráði við ráðherra, sem féllust á þetta eitt Evrópuríkja eftir beiðni Trump-stjórnarinnar sem vildi grafa undan ríkisstjórn Nicolás Maduro og koma Juan Guaidó til valda. Þegar það tókst ekki breytti Útlendingastofnun afstöðu sinni nokkrum árum síðar og þótt kærunefnd útlendingamála hafi hafnað stefnubreytingunni fyrst þá féllst hún á hana að lokum.“

Segir Gunnar Smári að ráðherrarnir tveir hafi viljað „taka þátt í geopólitískum leikjum Trump stjórnarinnar“.

„Allt þetta mál, boð til allra í Venesúela um hæli á Íslandi einu Evrópulanda og svo afturköllun þessa boðs, uppihald fólks sem hingað kom en fékk svo ekki hæli, endursending fólksins til Venesúela og öll skriffinnskan í kringum þetta hefur kostað ríkissjóð meira 40 milljarða króna. Allt vegna þess að Guðlaugur Þór og Þórdís Kolbrún vildu taka þátt í geopólitiskum leikjum Trump stjórnarinnar.“

Að lokum segir Sósíalistaforinginn að kostnaður við „svona leiki“ haldi áfram og nefnir vopnakaup ríkisins sem dæmi.

„Og kostnaðurinn við svona leiki áfram. Nýlega undirritaði Bjarni Benediktsson varnarsamning við Úkraínu, sem ráðuneyti Þórdísar Kolbrúnar hafði undirbúið, um 25,5 milljarða króna vopnakaup og hernaðaraðstoð við Úkraínu. Þrátt fyrir að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé á móti slíkum vopnakaupum.
Þegar kemur að því að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins vilja gera sig breiða fyrir herrum sínum í Washington er endalaust til af peningum, ykkar peningum. Almenningi á Íslandi er hins vegar sagt að bíða eftir réttlætinu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -