Björn Birgisson fer mikinn í færslu á Facebook eftir að ljóst var að vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar, utan Miðflokksins, var felld á Alþingi í gær.
Orðhákurinn frá Grindavík, samfélagsrýnirinn Björn Birgisson segir að nú liggi það algjörlega fyrir að þingflokkur Vinstri grænna styðji Sjálfstæðisflokkinn í einu og öllu. Efast hann um að þingmenn flokksins „kunni að skammast sín.“ Með færslunni birti hann ádeilumynd af það sem kallað er í texta myndarinnar „Skjaldborg VG um Jón Gunnarsson“.
„Nú liggur algjörlega fyrir að VG styður Sjálfstæðisflokkinn í öllu sem honum dettur í hug að gera.
Jón Gunnarsson, umdeildasti ráðherrann, nýtur blessunar þingliðs VG, það kom berlega í ljós í gær.
Þar með er þinglið VG orðið að ómerkilegasta hópi fólks sem setið hefur á Alþingi, hópi sem gjörsamlega er búinn að svíkja allt sem hann sagðist standa fyrir – og er genginn óvinunum á hönd.
Hér er nafnalistinn:
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Bjarni Jónsson
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Jódís Skúladóttir
Katrín Jakobsdóttir
Orri Páll Jóhannsson
Steinunn Þóra Árnadóttir
Svandís Svavarsdóttir
Litlar sem engar líkur eru á að þetta fólk kunni að skammast sín.“