Samfélagsrýnirinn og fyrrverandi ritstjórinn Björn Birgisson skrifar um þjóðaratkvæðagreiðslur í nýrri Facebook-færslu. Segir hann að þær hafa sjaldan verið haldnar hér á landi, þó til séu dæmi um það. Nefnir Björn einkavæðingaráform Sjálfstæðisflokksins sem dæmi um mál sem þjóðin hafi ekki verið formlega spurð út í. Í skoðanakönnunum hafi alltaf komið í ljós að meirihluti þjóðarinnar sé á móti þeim áformum. Nefnir Björn sérstaklega sölu Íslandsbanka sem hann kallar „skelfilega“. Þá segir hann að stjórnarsáttmáli sé aldrei lagður fyrir þjóðina og sé aðeins „sáttmáli á milli misspilltra stjórnmálaflokka, málamiðlun á gæluverkefnum þeirra og hagsmunaaðila“.
Hér má sjá færsluna í heild sinni:
„Þjóðaratkvæðagreiðslur.