Bandarísk tveggja barna móðir, Kristina Murphy, segist upplifa sig fasta í líkama 90 ára konu eftir gríðarlegan þyngarmissi.
Kristina fékk nóg af óheilbrigðum lífstíl sínum eftir síendurteknar tilraunir til breytinga og fór í offituaðgerð í Janúar árið 2021. Hún var þá orðin tæp 170 kíló en með aðstoð aðgerðarinnar losnaði hún við 90 kíló. Þrátt fyrir aukið sjálfstraust og betri líðan segist hún en glíma við erfiðleika í sambandi við þyngd sína því eftir situr mikil aukahúð. „Ég á erfitt með að finna föt sem passa á mig því ég þarf að koma fyrir þessum risastórum maga. Ég þarf að kaupa föt í tveimur stærðum ofar en ég þyrfti ef þessi húð væri ekki þarna,“ segir Kristina.
„Ég fæ útbrot, sama hversu vel ég þríf mig. Ég er í líkama 90 ára konu, allt er krumpað og lafandi. Gamla ég er ekki farin, ég er enn föst í sömu skelinni.“
Kristina segir að margt hafi breyst við lífstílsbreytinguna, furðulegast þykir henni þó athyglin frá hinu kyninu. Hún hefur gert margar tilraunir til að léttast með því að breyta um mataræði en þær enduðu alltaf eins. Í viku leyfði hún sjálfri sér engan óhollan mat en gafst síðan upp og borðaði töluvert meira en eðlilegt þykir. „Ég var síðan greind með lotugræðgi. Þetta var alltaf sama mynstrið, ég svelti mig í viku og borðaði heila pítsu og meðlæti. Þetta þróaðist í margar vikur af ofáti.“
Kristina hefur unnið bug á átröskununni með aðstoð fagaðila og þróaði gott samband við mat.