Föstudagur 22. nóvember, 2024
-1.6 C
Reykjavik

Segja fjölmiðlafólk gera lítið úr Baldri: „Slík framkoma ber vott um fordómafull viðhorf“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samtökin 78 gagnrýna harðlega þá umræðu sem hefur myndast í kringum Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðenda en Baldur er fyrsti opinberlega hinsegin forsetaframbjóðandi í sögu Íslands.

Í vor steig í fyrsta sinn fram opinberlega hinsegin frambjóðandi til forseta Íslands. Þetta eru söguleg tíðindi enda hefði það verið óhugsandi fyrir aðeins fáum árum og væri enn, ef ekki væri fyrir þrotlausa baráttu síðustu áratuga fyrir réttlátara samfélagi. Það er stórt skref og til marks um það hversu langt við höfum náð í réttindabaráttunni, en meginmarkmið Samtakanna ‘78 er að hinsegin fólk sé sýnilegt og viðurkennt og njóti fyllstu réttinda á öllum sviðum samfélagsins,“ sagði í tilkynningu frá samtökunum sem kom seint í gærkvöldi en viðtal sem blaðamaðurinn Stefán Einar Stefánsson tók við Baldur fyrir hlaðvarpsþátt á Mbl.is hefur hlotið mikla umræðu í samfélaginu og margt fólk sagt að Stefán hafi gengið of langt í spurningum sínum um einkalíf Baldurs.

„Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt og að það sé gert að aðalatriði í samtölum sem ættu að snúast um allt annað. Slík framkoma ber vott um fordómafull viðhorf, hvort sem fólk áttar sig á því eða ekki. Það eru því mikil vonbrigði að sjá bæði almenna kjósendur og jafnvel fjölmiðlafólk gera lítið úr hæfni Baldurs Þórhallssonar til þess að gegna embætti forseta Íslands á grundvelli þess að hann er hommi.

Stjórn Samtakanna ‘78 hvetur íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig við málefnalega umfjöllun í aðdraganda forsetakosninga og falla ekki í þá gryfju að gera einkalíf frambjóðenda að aðalatriði,“ segir svo í lok tilkynningarnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -