Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
9.4 C
Reykjavik

Segja fólk ekki tilbúið að taka á sig varanlega launalækkun en meiri vinnu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigrún Jónsdóttir, formaður samninganefndar Flugfreyjufélags Íslands og Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, segja tillögur Icelandair að nýjum kjarasamningi við Flug­freyju­fé­lag Íslands vera óásætanlegar. Sigrún og Guðlaug ræddu tillögurnar í samtali við morgunútvarp Rásar 2 í morgun.

Meðal tillagna Icelandair er að flugfreyjur yrðu án launahækkana til minnst 2023, þá yrði hægt að skoða launahækkanir en hækkanir yrðu háðar því að félagið væri að skila hagnaði á þeim tímapunkti.

Sigrún segir tillögurnar snúast um að auka nýtingu starfsmanna fram út hófi og sömuleiðis launafrost til lengri tíma. Tillögurnar verða kynntar félagsmönnum í dag en Sigrún telur að félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands muni hafna tilboðinu.

Guðlaug tekur undir með Sigrúnu og segir að flugfreyjur ættu ekki að sætta sig við þessar kröfur.

„Fólk er reitt“

Spurðar út í ummæli Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, um að starfsfólk sé „helsta fyrirstaðan“ fyrir að hægt sé að halda lífi í rekstri Icelandair segir Guðlaug að hún skynji óánægju meðal starfsfólks Icelandair vegna ummælanna.

- Auglýsing -

„Við heyrum frá okkar félagsmönnum að fólk er reitt,“ sagði Guðlaug. Hún segir það ekki eiga að líðast að skuldinni sé skellt á starfsfólk fyrirtækis þegar illa gengur. Hún segir að fari Icelandair í þrot verði það aldrei á ábyrgð félagsmanna flugfreyjufélagsins.

„Við erum til í að gera alls konar til að koma okkur yfir þennann skafl, en að taka á okkur varanlega launalækkun með auknu vinnuframlagi er eitthvað sem stéttin ætlar ekki að taka á sig.“

Sjá einnig: Segir flug­freyj­ur og flug­menn Icelandair þurfa að taka á sig 50-60 prósenta launa­lækk­un

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -