Föstudagur 22. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Segja Katrínu fara með rangt mál: „Nú þurfa stjórnvöld að hætta að tefja og flækja málið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Félagið Ísland – Palestína segir Katrínu Jakobsdóttur hafa farið með rangt mál í Kastljósinu í gærkvöldi og segja að stjórnvöld verði að hætta að „tefja og flækja málin“ og koma dvalarleyfishöfum á Gaza til bjargar.

Í gærkvöldi sendi Félagið Ísland – Palestína frá sér tilkynningu á fjölmiðla þar sem félagið sagðist vilja leiðrétta Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem sagði í umfjöllun Kastljóss um mótmæli stuðningsmanna Palestínu fyrir utan ríkisstjórnarfund í gærmorgun. Þar sagðist Katrín hafa fengið þær upplýsingar frá Norðurlöndunum að þau séu ekki að flytja aðra af Gaza en þeirra ríkisborgara. Þetta segir félagið vera ósatt. „Hið rétta er að önnur Norðurlönd eru að koma dvalarleyfishöfum út af Gaza, en þá hefur fólk búið til skemmri eða lengri tíma í landinu og flutt svo aftur út til Palestínu.“

Hér má sjá tilkynningu félagsins í heild sinni:

„Í umfjöllun Kastljóss um mótmæli til stuðnings Palestínu fyrir utan ríkisstjórnarfund í morgun var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð út í kröfur mótmælenda þess efnis að yfirvöld beiti sér fyrir því að koma fólki sem hefur fengið samþykkt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameininga hingað til lands. Í viðtalinu sagðist forsætisráðherra hafa fengið frá Norðurlöndunum þær upplýsingar „að þau hafi ekki verið að flytja fólk sem eru ekki þeirra ríkisborgarar af svæðinu.“

Hið rétta er að önnur Norðurlönd eru að koma dvalarleyfishöfum út af Gaza, en þá hefur fólk búið til skemmri eða lengri tíma í landinu og flutt svo aftur út til Palestínu. Framkvæmd þess að koma dvalarleyfishöfum út er eins, óháð tegund dvalarleyfis og er mjög hæpið að ætla að mismuna dvalarleyfishöfum eftir tegund dvalarleyfis. Því þótti Félaginu Ísland-Palestína nauðsynlegt að senda leiðréttingu á orðum Katrínar Jakobsdóttur.

Nú þurfa stjórnvöld að hætta að tefja og flækja málið með rangfærslum og útúrsnúningum. Þau ættu frekar að nota orku sína í að beita sér fyrir því að aðstoða þennan hóp íslenskra dvalarleyfishafa, sem samanstendur nánast einungis af börnum og konum, út af Gaza.“

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -