Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.6 C
Reykjavik

Segja sauðféð í Grindavík ekki í forgangi: „Dýr eru skyni gæddar verur með tilfinningar og sál“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Almannavarnir setja björgun dýra í sjálfheldu í Grindavík ekki í fyrsta forgang, samkvæmt ákalli Dýraverndarsambands Íslands.

Stjórn Dýraverndarsambands Íslands sendi rétt í þessu frá sér ákall til Almannavarna þar sem óskað er eftir því að brugðist verði við sauðfé í sjálfheldu í Grindavík. Sambandið segir að þau hafi fengið það staðfest að björgun sauðfésins sé metið út frá forgangsröðun verðmæta og þannig ekki sett í fyrsta forgang. „Dýr eru skyni gæddar verur með tilfinningar og sál, þau eru ekki hlutir og því er nauðsynlegt að aðhlynning og björgun þeirra sé sett í hærri forgangsröðun en dauðir hlutir,“ segir í ákalli og er óskað eftir því að brugðist verði við neyð dýranna.

Ákallið má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.

Ákall Dýraverndarsambands Íslands til Almannavarna að bjarga dýrum í neyð!

Dýraverndarsambandið hefur fengið staðfest að björgun dýra í sjálfheldu í Grindavík sé metið út frá forgangsröðun verðmæta og sé skv. því ekki í fyrsta forgangi af hálfu almannavarna. Um er að ræða sauðfé í nokkrum fjárhúsum sem er innilokað og orðið bæði fóðurlaust og vatnslaust. Tvö fjárhús eru í bænum sjálfum.

Dýr eru skyni gæddar verur með tilfinningar og sál, þau eru ekki hlutir og því er nauðsynlegt að aðhlynning og björgun þeirra sé sett í hærri forgangsröðun en dauðir hlutir. DÍS bendir jafnframt á að skv. lögum um velferð dýra nr. 55/2013 er hverjum þeim er vart verður við dýr í neyð skylt að koma þeim til bjargar.

Dýraverndarsambandið óskar eftir að brugðist verði við í málinu í dag til að forða dýrunum frá þjáningu.

- Auglýsing -

Stjórn Dýraverndarsambands Íslands

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -