Sunnudagur 5. janúar, 2025
-7.2 C
Reykjavik

Segja þriðja skammt Pfizer gera omíkron óvirkt – 25föld virkni miðað við annan skammt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þriðji skammturinn af bóluefni Pfizer gegn Covid-19 á að duga til þess að gera hið nýja omíkron-afbrigði sjúkdómsins óvirkt. Þetta kemur fram í frumniðurstöðum rannsókna sem Pfizer og BioNTech hafa unnið að undanfarið. RÚV segir frá þessu í dag.

Samkvæmt niðurstöðunum draga tveir skammtar af bóluefni Pfizer verulega úr áhrifum omíkron-afbrigðisins en sá þriðji gerir útslagið. Ofangreind lyfjafyrirtæki vinna nú að framleiðslu bóluefnis sem beinist sérstaklega gegn hinu nýja afbrigði. Stefnt er að því að bóluefnið verði tilbúið í mars.

Ofangreint kom fram í fréttatilkynningu sem Pfizer og BioNTech sendu frá sér fyrr í dag.

25-föld virkni

Í dag greindi RÚV einnig frá því að samkvæmt Michael Ryan, stjórnanda bráðatilfella hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, virðist hið nýja afbrigði Covid-19 ekki valda meiri eða alvarlegri sjúkdómseinkennum en fyrri afbrigði veirunnar. Hann sagði einnig að það væri ólíklegt að omíkron-afbrigðið væri ónæmt fyrir bóluefnunum – en það væri þó of snemmt að fullyrða neitt um afbrigðið á þessum tímapunkti.

Í fréttatilkynningu Pfizer og BioNTech segir að virkni bóluefnisins gegn omíkron-afbrigðinu 25-faldist á milli annars og þriðja skammts.

Hér má sjá fréttatilkynninguna í heild sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -