Sunnudagur 8. september, 2024
8.5 C
Reykjavik

Segja utanríkisráðuneytið hafa skorað á Ísrael, ekki ráðherrann: „Sú hugmynd á sér ekki stoð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samskiptastjóri Pírata, Atli Þór Fanndal segir að utanríkisráðherra geti ekki verið ósammála eigin ráðuneyti.

Nýlega birti utanríkisráðuneyti Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur áskorun á samfélagsmiðlinum X þar sem hernám Ísraela í Palestínu var sagt ólöglegt. Í svari við fyrirspurnum Heimildarinnar sagði hins vegar að færslan hafi ekki komið frá ráðherranum, heldur ráðuneytinu hans. Þetta segir Atli Þór Fanndal ekki standast skoðun.

Í nýlegri Facebook-færslu sem Atli Þór birti og hlekkjaði frétt Heimildarinnar um málið, segir samskiptastjórinn að ráðherra sé persónugerð ráðuneytisins og að ráðherra geti ekki verið ósammála eigin ráðuneyti.

Hér er færsla Atla Þórs í heild sinni:

„Ráðherra er persónugerð ráðuneytisins. Sú hugmynd að ráðuneyti segi nokkurn hlut en ekki ráðherra á sér ekki stoð. Ráðherra er ekki bara manneskja með allskonar pælingar heldur framkvæmdavald í mannlegu formi. Ráðherra er ekki ósammála eigin ráðuneyti. Áskorunin er því ráðherra þótt hún sé ekki persónu Þórdísar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -