Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-4.7 C
Reykjavik

Segja vitni ekki þora fram: „Ógeðslegt að sjá hann í sömu peysu og hann var í þegar hann drap hann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölskylda Daníels Eiríkssonar, sem lést þann 2. apríl 2021 við Vindakór í Kópavogi eftir átök við Dumitru Calin, segir í samtali við blaðamann Mannlífs að kona sem bjó í nærliggjandi blokk hafi séð atvikið en ekki þorað að stíga fram sem vitni í málinu vegna ótta við það fólk sem hún sagði tengjast sakborningi.

„Hún sagði að sér hafi þótt ógeðslegt að sjá hann þegar atburðurinn var sviðsettur í sömu peysu og hann var í þegar hann drap hann,“ sagði systir Daníels. Sakborningur hafði aðstoðað við sviðsetningu atburðarins við Vindakór nokkru eftir hann.

Systir Daníels segir blaðamanni að dóttir konu þessarar hafi sagt unnustu Daníels sögu móður sinnar. Gluggi í íbúð móðurinnar vísi í átt að bílaplaninu þar sem harmleikurinn átti sér stað.

Samkvæmt fjölskyldu Daníels sagðist konan hafa séð ökumann bakka bifreið sinni yfir Daníel á bílaplaninu við Vindakór.

Að þeirra sögn hefur konan aldrei gefið skýrslu hjá lögreglu, hún vilji ekki koma fram sökum ótta og hafi dregið sögu sína til baka.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -