Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Sema Erla hjólar í Guðmund Inga: „Það er ekkert annað en aumingjaskapur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sema Erla Serdaroglu gagnrýnir Guðmund Inga Guðbrandsson harðlega í nýrri færslu á Facebook.

„“Ég hef líka sagt að við ætlum ekki að hafa fólk hér á götunni!“ var svar Guðmundar Inga, félagsmálaráðherra, þegar hann var spurður út í stöðu flóttafólks sem hefur verið svipt allri nauðsynlegri grunnþjónustu og sett á götuna án nokkurra bjarga til að lifa af.“ Þannig hefst Facebook-færsla Semu Erlu Serdaroglu, formanns Solaris hjálparsamtakanna. Og hún heldur áfram: „Það er ákveðin firring sem felst í þessu innistæðulausa og ömurlega svari ráðherra sem hann hefur nú endurtekið eins og rispuð plata frá því varað var við því snemma á árinu hvaða afleiðingar það myndi hafa að svipta flóttafólk þaki yfir höfuðið, stuðningi fyrir mat og heilbrigðisþjónustu.“

Sema Erla segir ennfremur að „firringin“ sé sérlega mikil í ljósi þess að minnsta kosti ríflega 60 staðfestir einstaklingar á flótta sem hingað komu í leit að vernd og skjóli, hafi verið sviptir allri þjónustu frá ríkinu síðustu vikur en hún tekur fram að „sumir þeirra verið á götunni mánuðum saman, sofið undir berum himni, borðað upp úr ruslatunnum og sum eru hreinlega á mörkum þess að lifa af, þar sem fólk fær ekki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, til dæmis geðheilbrigðisþjónustu.“

Þá segir Sema Erla að félagsmálaráðherra hafi ítrekað á þinginu í gær, að sveitafélögin eigi að hjálpa einstaklingum í þessari stöðu, „án þess þó að geta sagt frá því hvernig það á nákvæmlega að ganga fyrir sig.“ Hún heldur áfram: „Hann bætti því síðan við að hann persónulega kannist bara ekki við að neinn í þessari stöðu hafi „bankað upp á hjá félagsþjónustunni!“

Segir hún ekki vita hvar Guðmundur fái sínar upplýsingar en það sé að minnsta kosti ekki frá þeim sem hafa „verið að reyna að halda lífi í þolendum þessa ríkisofbeldis síðustu fimm vikurnar, því hann svarar hvorki tölvupóstum né símtölum frá okkur (og virðist ekki kunna að hringja til baka)!“ Segir Sema að ef ráðherrann myndi svara, þá mynd hún minna hann á að fulltrúar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafi þverneitað fyrir að þau eigi að aðstoða fólk í þessari stöðu og að þau myndu ekki gera það. „Ég gæti líka sagt honum að vissulega hafa einstaklingar í þessari stöðu farið til sveitarfélaganna og óskað eftir aðstoð, án árangurs.“ Segir hún að vegna þessa hafi samtökin hafi óskað fyrst eftir skýrum fyrirmælum frá Guðmundi Inga um hvert flóttafólk sem lifði á götunni ætti að fara í leit sinni að þeirri grunnþjónustu sem það þarf til að lifa af.

„Í dag, eftir að ráðherra sagðist ekki kannast við ósvaraða tölvupósta en „það mætti bara senda aftur“ gerðum við einmitt það og ítrekuðum beiðni okkar um skýr svör við því hvert nákvæmlega fólk a að fara til þess að sækja þessa nauðsynlegu grunnþjónustu sem ráðherra tók þátt í að svipta fólkið,“ skrifar Sema Erla og bætir enn við: „Þögnin er ærandi frá manninum sem fyrir mánuði sagði að „sér sviði yfir því að þetta hafi gerst!“ Aðgerðarleysið er algjört hjá manninum sem fyrir mánuði sagði að það væri „ekki gott að horfa upp á að fólk sofi í gjótu!“,“

- Auglýsing -
Lokaorð Semu Erlu eru hvöss enda málið henni hjartansmál.
„“Þetta átti ekki að gerast“ hjálpar ekki þeim tugum einstaklinga sem eru án alls baklands, án stuðningsnets, án allra bjarga, á götunni í landi sem ekki er þeirra fæðingarland. Þetta er þeim örugglega „þungbærra en ráðherra segir þetta vera fyrir sig og flokk sinn!“
Það er ekkert annað en aumingjaskapur að ráðherra hunsi þá fáu einstaklinga sem dag og nótt eru að reyna að koma fólkinu til aðstoðar svo það deyji ekki úr hungri eða kulda og er í leit að svörum frá ráðherra sem segist vera að „vinna að lausn.“
Á flokksfundi vinstri grænna í lok ágúst sagði félagsmálaráðherra að „þessi framkvæmd væri ekki á ábyrgð Félags- og vinnumálaráðuneytisins“ (sem vissulega ber ábyrgð á þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd) og bætti við að „það þýðir hins vegar ekki að maður sitji hjá og horfi á húsið brenna.“

Hvað annað en nákvæmlega það er ráðherra og öll ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að gera?“

Færsluna má lesa hér í heild sinni og um leið skoða tölvupóstana sem Guðmundur Ingi hefur ekki enn haft fyrir að svara.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -