Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Sema lætur ekki „pólitískar ofsóknir“ trufla baráttu sína: „Takk fyrir stuðninginn!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Sema Erla Serdaroglu segir að ríkisstjórn Íslands hafi skilið eftir fjölda Palestínufólks á Gaza en að sjálfboðaliðar á vegum Solaris sé að vinna þrekvirki við að bjarga því fólki og koma til Íslands.

„Þessa dagana eru sjálfboðaliðar á vegum Solaris í Kaíró að vinna þrekvirki við að taka á móti fjölda Palestínufólks sem er að flýja þjóðarmorð á Gaza. Um er að ræða einstaklinga, mest konur og börn, sem öll eru með dvalarleyfi á Íslandi, en voru skilin eftir á Gaza af íslenskum stjörnvöldum!“ Þannig hefst færsla sem Sema Erla skrifaði í gærkvöldi á Facebook. Og hún hélt áfram:

„Fyrir mánuði síðan kom hópur af Palestínufólki með dvalarleyfi á Íslandi frá Gaza til landsins í fylgd íslenskra stjórnvalda. Sama dag tilkynnti utanríkisráðuneytið að sendinefnd ríkisins á svæðinu hefði lokið störfum. Síðan þá hefur palestínskum dvalarleyfishöfum fjölgað og ráðherrar í ríkisstjórn Íslands forðast að svara spurningum um hvort sækja eigi fólkið.“

Sema Erla segir í færslunni að landssöfnunarinnar fyrir Palestínu hafi sjálfboðaliðum tekist að koma um 50 dvalarleyfishöfum á útgöngulista á landamærum Palestínu og Egyptalands að undanförnu.

„Þökk sé öllum þeim þúsundum einstaklinga sem studdu landssöfnun fyrir Palestínu hefur sjálboðaliðum tekist að koma þeim dvalarleyfishöfum sem við vitum um og skildir voru eftir, um 50 einstaklingum, á útgöngulista á landamærum Palestínu og Egyptalands síðustu vikur! Um er að ræða einstaklinga sem eru með nákvæmlega sömu réttindi til dvalar á Íslandi og þau sem sótt voru af stjórnvöldum. Hluti af hópnum er þegar kominn til Íslands! Fleiri úr þeim hópi bíða þess nú í að koma til Íslands frá Kaíró og von er á enn fleirum út af Gaza á næstu dögum!“

Því næst skýtur Sema Erla föstum skotum á ríkisstjórnina sem hún segir að hafi „neyðst“ til að bregðast við ástandinu.

„Þar sem engin viðvera íslenskra stjórnvalda er á svæðinu vinna sjálfboðaliðar dag og nótt við að taka á móti fólki, koma því undir læknishendur og út á flugvöll.

Þessir einstaklingar bætast við þá rúmlega 100 palestínsku einstaklinga sem íslenskir sjálfboðaliðar höfðu þegar aðstoðað við að koma undan þjóðernishreinsunum á Gaza þegar íslensk stjórnvöld neyddust til þess að bregðast við, amk í smá stund.
Íslenskir sjálfboðaliðar hafa nú verið í Kaíró í tvo mánuði í launalausri vinnu fyrir utanríkisþjónustu Íslands við að koma fólki undan þjóðarmorði. Því íslensk stjórnvöld sátu aðgerðalaus hjá og þrjár konur tóku af skarið og ýttu af stað mögnuðum bolta!“

Og Sema hélt áfram:

„Vegna samtakamáttar Íslendinga munu meira en 150 palestínskir einstaklingar sameinast fjölskyldum sínum á Íslandi, fjarri ítrekuðum fjöldamorðum og árásum síonista. Vegna stuðnings íslensks almennings á fjöldi palestínskra barna framtíðina fyrir sér!“

Að lokum kallar hún kæru Einars S. Hálfdánarsonar á hendur henni og Maríu Lilju Kemp vegna meints múturs sem hann telur þær hafi beitt svo bjarga mætti lífi palestínskra fjölskylda frá Rafah, „pólitískar ofsóknir“ sem skipt.

- Auglýsing -

„Þetta er það eina sem skiptir máli og um þetta eiga fréttir allra fjölmiðla á Íslandi að snúast.

Pólitískar ofsóknir og algjörlega tilhæfulausar kærur manna eins og Einars S. Hálfdánarsonar skipta engu máli í stóru myndinni. Þær eru hins vegar fyrst og fremst merki um tilraun manna með sterk tengsl við valdakerfið til að eyðileggja orðspor fólks, hafa af því lífsviðurværið og valda því skaða, allt í þeim tilgangi að stöðva baráttuna fyrir mannréttindum.
Við leyfum því ekki að hafa áhrif á okkar störf og höldum mannréttindabaráttunni ótrauð áfram.
Takk fyrir stuðninginn! 🕊

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -