„Þessa dagana eru sjálfboðaliðar á vegum Solaris í Kaíró að vinna þrekvirki við að taka á móti fjölda Palestínufólks sem er að flýja þjóðarmorð á Gaza. Um er að ræða einstaklinga, mest konur og börn, sem öll eru með dvalarleyfi á Íslandi, en voru skilin eftir á Gaza af íslenskum stjörnvöldum!“ Þannig hefst færsla sem Sema Erla skrifaði í gærkvöldi á Facebook. Og hún hélt áfram:
„Fyrir mánuði síðan kom hópur af Palestínufólki með dvalarleyfi á Íslandi frá Gaza til landsins í fylgd íslenskra stjórnvalda. Sama dag tilkynnti utanríkisráðuneytið að sendinefnd ríkisins á svæðinu hefði lokið störfum. Síðan þá hefur palestínskum dvalarleyfishöfum fjölgað og ráðherrar í ríkisstjórn Íslands forðast að svara spurningum um hvort sækja eigi fólkið.“
Sema Erla segir í færslunni að landssöfnunarinnar fyrir Palestínu hafi sjálfboðaliðum tekist að koma um 50 dvalarleyfishöfum á útgöngulista á landamærum Palestínu og Egyptalands að undanförnu.
Því næst skýtur Sema Erla föstum skotum á ríkisstjórnina sem hún segir að hafi „neyðst“ til að bregðast við ástandinu. „Þar sem engin viðvera íslenskra stjórnvalda er á svæðinu vinna sjálfboðaliðar dag og nótt við að taka á móti fólki, koma því undir læknishendur og út á flugvöll.
Og Sema hélt áfram:
Að lokum kallar hún kæru Einars S. Hálfdánarsonar á hendur henni og Maríu Lilju Kemp vegna meints múturs sem hann telur þær hafi beitt svo bjarga mætti lífi palestínskra fjölskylda frá Rafah, „pólitískar ofsóknir“ sem skipt.
„Þetta er það eina sem skiptir máli og um þetta eiga fréttir allra fjölmiðla á Íslandi að snúast.