Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Send heim með rangt barn af fæðingardeildinni – Var svo beðin um að sækja eigið barn og skila hinu!

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Að rugla saman börnum á fæðingadeild eru mistök sem gerast víst ekki aðeins í bíómyndum. Sá einstæði atburður átti sér stað í Reykjavík þann 5.mars 1985 er höfð voru skipti á nýfæddum börnum á fæðingardeild Landspítalans. Endaði málið á forsíðu DV degi eftir að upp komst um mistökin og þótti málið, af augljósum ástæðum, mikið hneyksli.

Það var þann 28. febrúar þegar Dönsk hjón, sem búsett voru í nágrenni höfuðborgarinnar, eignuðust barn. Hjónin dvöldu á fæðingardeildinni í nokkra daga en þann 4.mars fær móðirin barn sitt til að leggja það á brjóst. Móðirin fékk strax þá tilfinningu að ruglingur hefði orðið og nefndi það við starfsfólk spítalans.

Segir í frétt DV að sussað hefði verið á konuna og henni tjáð að slíkt gæti hreinlega ekki komið til greina. Á þeim tíma voru börn jafnan merkt með armbandi þar sem nafn og númer móður kom fram en var barn dönsku konunnar án armbands þegar hún tók við því þann 4.mars.

Konan var á tveggja manna stofu en hin konan, á sömu stofu, skildi ekkert í þessum vangaveltum móðurinnar. Degi síðar var danska konan send heim með barnið „sitt” en var hún enn ekki orðin sátt við það að þetta væri hennar barn. Starfsfólkið hunsaði athugasemdirnar og sendu hana heim.

Ekki leið á löngu eftir að konan var komin heim þar til hún fékk símtal frá fæðingardeildinni og henni tjáð að hræðileg mistök hefðu átt sér stað:

,,Hún var beðin um að koma með barnið sem hún hafði fengið með sér heim og taka aftur sitt eigið barn! Kom í ljós þegar konan, sem var á sömu stofu og danska konan, fór að athuga betur hvað stóð á armbandi hennar barns að það var „vitlaust” barn… ,” segir að lokum í frétt DV um málið.

- Auglýsing -

Baksýnisspegill þessi birtist áður á mannlif.is þann 14. september 2022.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -