Tvær barnafjölskyldur settu sig í samband við Samtökin Réttur barna á flótta í gær og kölluðu eftir hjálp.
Samtökin Réttur barna á flótta sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem sagt var frá tveimur barnafjölskyldum sem nýlega fengu þær fréttir að umsókn þeirra um hæli á Íslandi hafi verið hafnað og að til standi að reka þær úr landi en önnur þeirra kom hingað til lands í lok síðasta árs en hin hefur verið hér í um níu mánuði.
Önnur fjölskyldan er frá Palestínu en hún kom til Evrópu í gegnum Spán. Móðirin er einstæð með átta börn en aðeins tvö þeirra eru yfir lögaldri. Þrjú barnanna eru í sérlega viðkvæmri stöðu en elsta dóttirin er andlega fötluð og getur ekki séð um sig sjálf, annað er flogaveikt og viðkvæmt fyrir stressi og hið þriðja er að jafna sig eftir uppskurð sem það fór í í lok ágúst. Kemur fram í færslunni að nú ætli yfirvöld á Íslandi að senda fjölskylduna aftur til Spánar, þrátt fyrir að hún hafi ekki fengið vernd þar í landi.
Hin fjölskyldan er frá Írak en kom til Íslands frá Grikklandi þar sem hún hafði dvalð í Chios við ómannúðlegar aðstæður, auk þess sem faðirinn varð fyrir hrottalegu ofbeldi lögreglunnar.
Að lokum fordæma samtökin ákvörðunina um að brottvísa börnum til Grikklands vegna aðstæðanna þar. Þá fordæma samtökin einnig notkun Dyflinnarreglugerðarinna í máli viðkvæmra hópa, sér í lagi í máli veikra barna.
Yfirlýsinguna má í heild sinni hér:
„Í gær settu tvær barnafjölskyldur sig í samband við okkur og kölluðu eftir hjálp vegna brottflutnings.