Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Sendi þingmönnum 160 blaðsíðna umsögn við frumvarp um lagareldi: „Þarfnast verulegrar endurbóta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Valdimar Ingi Gunnarsson sendi Alþingismönnum umsögn Sjávarútvegsþjónustunnar ehf. við frumvarp um lagaeldi sem atvinnuveganefnd Alþingis er nú með til umsagnar.

Umsögnin er heilar 160 blaðsíður með athugasemdum og ábendingum, sem Valdimar vonar að nýtist við að betrumbæta frumvarpið.

Mannlíf fékk senda samantekt úr umsögn Vilhjálms Inga sem lesa má hér fyrir neðan:

Ágætu alþingismenn

Meðfylgjandi er umsögn Sjávarútvegsþjónustunnar við frumvarp um lagareldi sem nú er til umsagnar hjá atvinnuveganefnd Alþingis. Um 160 blaðsíður með athugasemdum og ábendingum sem vonandi nýtast við að betrumbæta frumvarpið. Þannig að það sé sagt er margt jákvætt og gott við frumvarpið en um það er ekki sértaklega fjallað. Frumvarpið um lagareldi þarfnast þó verulegrar endurbóta ef niðurstaðan á ekki að vera eins og í tilfelli laga um fiskeldi samþykkt á Alþingi Íslendinga á árinu 2019.

Til fjárhagslegs ávinnings

- Auglýsing -

Undirbúningur og gerð laga um fiskeldi á árinu 2019 snérist í of miklu mæli um að erlendir fjárfestar og íslenskir fulltrúar þeirra næðu sem mestum fjárhagslegum ávinningi.  Tilgangur með umsögn við frumvarp um lagareldi er einkum að leggja sitt að mörkum til að koma í veg fyrir áframhaldandi fjárhagslegan ávinning fámenns hóps fjárfesta á kostnað umhverfismála og að eigur Íslendinga verði fótum troðið.

Meiri fjárhagslegur ávinningur

Þegar horft er til atriða í frumvarpi um lagareldi er koma inn á fjárhagslegan ávinning má í stuttu máli komast af eftirfarandi niðurstöðu:

- Auglýsing -
  • Færa til eignar: Að vera með ótímabundin rekstrarleyfi, heimild til verðsetningar og heimild til leigu laxahluta færir auðlindin íslenskir firðir nær því að teljast til eignar.
  • Auðlindin einkavædd: Málin munu þróast þannig að um varanlega eign verður að ræða eða sagt með öðrum orðum að arðurinn af auðlindinni íslenskir firðir verður einkavæddur.
  • Erlendri eigu: Það er verið að stuðla að því að laxeldi í sjókvíum á Íslandi verði allt í meirihlutaeigu erlendra fjárfesta  með innleiðingu laxahluta, smitvarnarsvæða og uppboða.
  • Fjárhagslegur ávinningur: Fyrirhugaðar breytingar munu færa laxeldisfyrirtækjunum meirihlutaeigu erlendra aðila tugmilljarða fjárhagslegan ávinning.
  • Sama gjaldtaka: Framleiðslugjald á hvert kg sláturlax kemur til með að vera svipað þrátt fyrir væntingar um aukningu.
  • Uppboð:  Útboð á laxahlutum er sérhannað fyrir Ice Fish Farm, Arnarlax og Arctic Fish  og mun stuðla að sterkari stöðu þeirra og áframhaldandi fjárhagslegum ávinningi á kostnað íslenskra skattgreiðenda.
  • Arðurinn fluttur út: Laxeldisfyrirtæki í meirihlutaeigu erlendra aðila mun halda sínum meirihluta, selja Íslendingum áfram hluti í félögunum á háu verði og stærsti hluti af arðinum verður fluttur úr landi.

Aftur er varað við

Á árinu 2019 sendi undirritaður öll alþingismönnum tvær ítarlegar greinagerðir þar sem varað var við að samþykkja lög um fiskeldi að óbreyttu. Því miður raungerðist margt af því sem  þar var sagt og látum það ekki endurtaka sig.

Í umsögninni er lögð  áhersla á að gera grein fyrir þróun mála, auka skilning lesanda og vísað er til lesefnis þar sem hægt er að kynna sér málið betur. Jafnframt eru teiknaðar upp mögulegar sviðsmyndir ef frumvarpið verður samþykkt óbreyttu.

Um

Undirritaður hefur unnið við fiskeldi í rúm 30 ár og m.a. komið að fjölmörgum verkefnum fyrir stjórnvöld er tengjast fiskeldi, s.s. skrifum á lögum og reglugerðum. Gagnrýnd hefur verið sú spilling sem átti sér stað við undirbúning og gerð laga um fiskeldi á tímabilinu 2017-2019. Í byrjun ársins 2022 hóf undirritaður formlega  vinnu við Samfélagsverkefni gegn spillingu í hálfu starfi og þið verðið reglulega upplýst um framganginn.

Yfirlit um málið er að finna á lagareldi.is

Best er að finna allar skýrslur og greinar er tengjast málinu á sjavarutvegur.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -