Séra Cecil Kristinn Haraldsson, fyrrum sóknarprestur, er látinn. Mbl.is greinir frá andláti hans en hann var 81 árs.
Cecil fæddist í Stykkishólmi árið 1943. Hann útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1962 og hóf að kenna kenna börnum um allt land í rúman áratug. Eftir það hélt Cecil til Svíþjóðar þar sem hann lærði meðal annars guðfræði og heimspeki og tók svo lestrarpróf guðfræðideild Háskóla Íslands árið 1986.
Cecil var vígður árið 1984 í Svíþjóð og var prestur þar í landi þar til ársins 1986. Árið 1988 varð hann prestur Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík þar til hann var settur sóknarprestur í Seyðisfjarðarprestakalli árið 1999 og starfaði hann þar til starfsloka.
Cecil lætur eftir sig eiginkonu, þrjú börn og eitt stjúpbarn.