Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Séra Davíð tekur Jón Gunnarsson í nefið: „Það kostar minna en ekkert að taka á móti flóttafólki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju skýtur nístingsfast í þá ráðamenn sem talað hafa um „flóttamannavandann“ en bæði Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafa tala um þann meinta vanda.

Í færslu á Facebook bendir séra Davíð Þór á þá staðreynd að meðalflóttamaður borgi upp þann kostnað sem hlýst af því að taka á móti honum, á tveimur til þremur árum í gegnum skatta og neysluskatta. „Eftir það er hreinn hagnaður af honum“. Segir hann þá sem halda öðru fram höfða til „ómerkilegra hvata“.

Færsluna má lesa hér að neðan:

„Það kostar minna en ekkert að taka á móti flóttafólki. Það er hreinn hagnaður af því. Rannsóknir sýna að meðalflóttamaðurinn borgar upp kostnaðinn sem af því hlaust að taka á móti honum með sköttum og neyslusköttum á tveimur til þremur árum. Eftir það er hreinn hagnaður af honum. Hér er um að ræða skynsamlega fjárfestingu í nýjum borgurum. Það þarf ekki einu sinni neitt sérstaklega „þolinmótt fjármagn“ til að sjá að þetta er góður bisnes. Þeir sem halda öðru fram eru að höfða til ómerkilegra hvata með lygum og útúrsnúningum til að afla sér vinsælda og atkvæða. Sveiattan!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -