Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Séra Davíð Þór blés mótmælendum eldmóð í brjóst: „Fjármálakerfið okkar er á valdi siðblindingja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjöldafundur var haldinn á Austurvelli í gær þar sem sölunni á Íslandsbanka var mótmælt og afsagnar fjármálaráðherra var krafist.

Slagorð mótmælanna var „Bjarna burt“ og í kringum fjögur til fimm hundruð manns söfnuðust saman á Austurvelli þegar mest var, samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Ræðumenn voru þau séra Davíð Þór Jónsson, Halldóra Mogensen þingmaður Pírata, Bergljót Þorsteinsdóttir, Sandra Guðmundsdóttir og Magnús Magnússon.

Þekktir leikmenn úr hruninu

Ríkisstjórnin hefur sætt harðri gagnrýni undanfarið vegna sölunnar á hluti ríkissins í Íslandsbanka. Gagnrýni og reiði samfélagsins í garð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, hefur verið hvað háværust. Kröfur um afsögn hans úr embætti hafa heyrst úr hinum ýmsu áttum.

Gagnrýnin beinist aðallega að því hvernig staðið var að sölunni. Þar fengu valdir fjárfestar, sem þó voru ótal margir, boð um að kaupa hlut í bankanum. Ekki var aðeins um stóra, svokallaða kjölfjárfesta að ræða, eins og hafði verið talað um í upphafi, heldur var ótal minni fjárfestum boðið að taka þátt. Allir fengu fjárfestarnir að kaupa sig inn í bankann á afsláttarkjörum. Nú hafa fjölmargir þeirra þegar selt sinn hlut, fyrir rétt verð, og þar með grætt háar fjárhæðir á braskinu.

Atburðirnir hafa minnt landsmenn óþægilega á efnahagshrunið. Á lista yfir fjárfestana mátti sjá nöfn stórra leikmanna frá þeim tíma. Manna sem sagðir eru hafa átt stóran þátt í að svo fór sem fór, fyrir tæpum fjórtán árum síðan.

- Auglýsing -

Viðstaddir á Austurvelli í gær létu vel í sér heyra og var nokkuð um áslátt; annað dæmi sem minnir á tímann í kringum efnahagshrunið. Það var ræða séra Davíðs Þórs sem fór hvað hæst á fundinum og hefur hún dreifst eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla.

Hér má lesa brot úr ræðu séra Davíðs Þórs:

Það er gaman að hafa rétt fyrir sér. Það er gaman þegar tíminn leiðir í ljós að eitthvað sem maður sagði og lét hafa eftir sér var nákvæmlega sannleikurinn. Í janúar í fyrra setti ég eftirfarandi færslu á Facebook:

- Auglýsing -

„Vegna þess að ég heyrði ráðherra nýlega tala um nauðsyn þess að setja eigur ríkisins á markað, finnst mér nauðsynlegt að afrugla aðeins hvernig sagt er frá þessu. Hér eru tvö orð sem vert er að gefa gaum að merkingunni í og hvernig þau eru notuð. Hið fyrra er markaður. Hverjir eru markaðurinn? Ég er ekki á þessum markaði og fólkið sem kemur hingað,“ ég var í vinnunni þegar ég skrifaði þetta, „til að biðja um hjálp er það ekki heldur. Öryrkjar eru ekki á þessum markaði. Markaður er nefnilega í raun fínt orð yfir það sem kallað er fjármagnseigendur, sem aftur er aðeins skrúðyrði yfir þá sem eiga peningana, það er auðmenn. Hitt orðið er ríkið. Hverjir eiga ríkið? Það er í raun almenningur í þessu landi. Þjóðin. Höfum þess vegna alveg á hreinu að þegar talað er um að setja eigur ríkisins á markað er í raun verið að tala um að koma eigum þjóðarinnar í hendur auðmanna.“

Það er skemmst frá því að segja að komið er á daginn að þarna er ekkert ofsagt. Það er gaman að hafa rétt fyrir sér en það skyggir reyndar svolítið á gleðina í þetta sinn, að það sem ég hafði rétt fyrir mér um er að fjármálakerfið okkar er á valdi siðblindingja.

Hér fyrir neðan má sjá eldræðu Davíðs Þórs. Hún byrjar á mínútu 43:40:

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -